Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 197

Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 197
Goðasteinn 2003 Látnir 2002 Sólveig Magnea Guðjónsdóttir frá Þúfu í Vestur-Landeyjum Sólveig fæddist að Þúfu í Vestur-Landeyjum 18. ágúst árið 1918 og var því á 84. aldursári er hún lézt á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hinn 19. maí 2002. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Magnússon bóndi og Einhildur Sveinsdóttir húsfreyja, og voru þau Skaft- fellingar að ætterni. Sólveig var næstelzt fjögurra barna þeirra, sem voru einn sonur og þrjár dætur. Þau eru nú öll látin. Sólveig ólst upp í föðurgarði allt fram um tvítugs- aldur. A heimilinu ríkti mikil samheldni og kærleiki með foreldrunum og bömum þeirra og með systkinunum innbyrðis, og áreiðanlega bar Sól- veig merki þess. Hún naut þeirrar skólakennslu sem tíðkaðist í uppvexti hennar, sem var farkennsla og því ekki um langt skólanám að ræða. Skóli lífsins bætti því við sem kostur var á, en hann var Sólveigu ekki ætíð auðveldur. Sólveig var dugmikil kona og traust, og leysti lífshlutverk sitt af hendi með sæmd. Þegar hún fór að heiman lá leið hennar í vist í Vestmannaeyjum í fyrstu, en síðar vann hún við saumaskap með húsmóðurstörfum sínum eftir að hún gifti sig. Hún kynntist á þessum árum Jónasi Helgasyni frá Seljalandsseli. Þau giftust hinn 22. desember árið 1941 og settu heimili sitt að Kirkjubóli í Vestmannaeyjum. Sumarið 1946 tóku Sólveig og Jónas að sér dreng nýlega fæddan, Tómas Guðjónsson, sem missti móður sína þegar á fyrsta ári, en þær Sólveig voru systkinadætur. Sólveig gekk Tómasi í móðurstað alla tíð síðan. Arið 1947 fluttu þau hjónin frá Vestmannaeyjum að Hellu á Rangárvöllum, þar sem Jónas gerðist starfsmaður Kaupfélagsins Þórs. Á Hellu fæddist þeim sonur, Hilmar Jónasson, sem búsettur er í Svíþjóð. Einnig var í heimili þeirra öll sín unglingsár og fram um tvítugsaldur Þuríður Bjarnadóttir frá Gaddstöðum, þar til hún fór að heiman til starfa annars staðar. Þau hjónin, Sólveig og Jónas slitu samvistum. Næstu ár vann Sólveig við framreiðslu og matreiðslustörf við veitingahús Kaup- félagsins Þórs til 1968, en eftir það vann hún sem matráðskona hjá Landsvirkjun við virkjanimar á Tungnaársvæðinu allt til ársins 1988 er hún varð sjötug. Eftir það var hún búsett í Kópavogi. Hún vann í stuttan tíma syðra hjá Búnaðarbankanum sem matráðs- kona. Starfsár Sólveigar voru mjög bundin við matargerð á smáum og stórum vinnustöðum, og einnig vann hún sem stjórnandi á þeim vettvangi. Hún var vel verki farin og kunnáttu- söm við matargerð, vinnusöm og stjómsöm og hlífði sér ekki í verkum. Skapferli hennar og gerð var með þeim hætti að hún var kona alvörugefin nokkuð, skapföst, stillt og háttvís í viðmóti, og var að því leyti hlédræg, að hún var ekki allra, sem kallað er, en trygglynd og vinur vina sinna. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg, en með alvörugefni -195-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.