Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 197
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
Sólveig Magnea Guðjónsdóttir
frá Þúfu í Vestur-Landeyjum
Sólveig fæddist að Þúfu í Vestur-Landeyjum 18. ágúst
árið 1918 og var því á 84. aldursári er hún lézt á hjúkr-
unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hinn 19. maí 2002.
Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Magnússon bóndi
og Einhildur Sveinsdóttir húsfreyja, og voru þau Skaft-
fellingar að ætterni. Sólveig var næstelzt fjögurra barna
þeirra, sem voru einn sonur og þrjár dætur. Þau eru nú öll
látin. Sólveig ólst upp í föðurgarði allt fram um tvítugs-
aldur. A heimilinu ríkti mikil samheldni og kærleiki með
foreldrunum og bömum þeirra og með systkinunum innbyrðis, og áreiðanlega bar Sól-
veig merki þess. Hún naut þeirrar skólakennslu sem tíðkaðist í uppvexti hennar, sem var
farkennsla og því ekki um langt skólanám að ræða. Skóli lífsins bætti því við sem kostur
var á, en hann var Sólveigu ekki ætíð auðveldur. Sólveig var dugmikil kona og traust, og
leysti lífshlutverk sitt af hendi með sæmd.
Þegar hún fór að heiman lá leið hennar í vist í Vestmannaeyjum í fyrstu, en síðar vann
hún við saumaskap með húsmóðurstörfum sínum eftir að hún gifti sig. Hún kynntist á
þessum árum Jónasi Helgasyni frá Seljalandsseli. Þau giftust hinn 22. desember árið
1941 og settu heimili sitt að Kirkjubóli í Vestmannaeyjum. Sumarið 1946 tóku Sólveig
og Jónas að sér dreng nýlega fæddan, Tómas Guðjónsson, sem missti móður sína þegar á
fyrsta ári, en þær Sólveig voru systkinadætur. Sólveig gekk Tómasi í móðurstað alla tíð
síðan.
Arið 1947 fluttu þau hjónin frá Vestmannaeyjum að Hellu á Rangárvöllum, þar sem
Jónas gerðist starfsmaður Kaupfélagsins Þórs. Á Hellu fæddist þeim sonur, Hilmar
Jónasson, sem búsettur er í Svíþjóð. Einnig var í heimili þeirra öll sín unglingsár og fram
um tvítugsaldur Þuríður Bjarnadóttir frá Gaddstöðum, þar til hún fór að heiman til starfa
annars staðar. Þau hjónin, Sólveig og Jónas slitu samvistum.
Næstu ár vann Sólveig við framreiðslu og matreiðslustörf við veitingahús Kaup-
félagsins Þórs til 1968, en eftir það vann hún sem matráðskona hjá Landsvirkjun við
virkjanimar á Tungnaársvæðinu allt til ársins 1988 er hún varð sjötug. Eftir það var hún
búsett í Kópavogi. Hún vann í stuttan tíma syðra hjá Búnaðarbankanum sem matráðs-
kona.
Starfsár Sólveigar voru mjög bundin við matargerð á smáum og stórum vinnustöðum,
og einnig vann hún sem stjórnandi á þeim vettvangi. Hún var vel verki farin og kunnáttu-
söm við matargerð, vinnusöm og stjómsöm og hlífði sér ekki í verkum. Skapferli hennar
og gerð var með þeim hætti að hún var kona alvörugefin nokkuð, skapföst, stillt og
háttvís í viðmóti, og var að því leyti hlédræg, að hún var ekki allra, sem kallað er, en
trygglynd og vinur vina sinna. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg, en með alvörugefni
-195-