Stjörnur - 01.04.1951, Side 6

Stjörnur - 01.04.1951, Side 6
Michele Morgan. HIN GLÆSILEGA, franska stjarna með fögru, dreymandi augun, Michele Morgan, segir um sjálfa sig: „Ég hef alltaf vitað það, að ég mundi einhverntíma verða leikkona. Þegar ég var þriggja ára, las spámaður það í lófanum á mér, og því hef ég' alltaf starfað með það vissa markmið fyrir aug- um.“ — Foreldi'ar hennar hlúðu að þessari hneigð og leyfðu Mic- hele að taka sér tíma í allskonar leikfimi og auk þess settu þau hana til náms hjá frægum leikara. Þegar hún var 15 ára gömul fékk hún „statista“-hlutverk hjá kvik- myndafélagi einu. — Tveim árum seinna fékk hún hlutverk í kvik- mynd einni af tilviljun. Ein af vinkonum Michele hafði smáhlut- verk í myndinni, og þar sem hún varð veik meðan á upptökunni stóð, fékk Michele Morgan að koma í skarðið. Hún gekk undir próf, og kunnur leikstjóri, Marc‘ Allegret, bauðst til að gera samn- ing við hana. Hann var undir- skrifaður, þegar hún var 17 ára, á afmælisdaginn hennar. Fyrsta kvikmyndin, sem hún lék í var mjög vel tekið. Næst fékk hún sjálfan Charles Boyer til að leika á móti sér, og í „Hafskipabryggja í þoku“ lék hún móti Jean Gabin. — Mesta ánægja Michele Morg- an er að sjá kvikmyndir, þótt merkilegt sé. „Ég horfi á allskonar kvikmyndir, hvort heldur þær eru broslegs, alvarlegs eða glæpsam- legs efnis. Það er nauðsynlegt,“ segir hún. „Maður getur alltaf lært eitthvað, og kvikmyndin er skemmtileg kennsluaðferð.“ (J STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.