Stjörnur - 01.04.1951, Page 7

Stjörnur - 01.04.1951, Page 7
Við ströndinA. SAGA EFTIR G. B. VARD ÞAÐ VAR smemma morguns. Róðrarbátarnir voru nýkomnir að landi með aflann. Hann var í þetta sinn óvenjumikill, og þessvegna var líf og fjör í sjómönnunum. Afl- anum var komið fyrir, bátarnir dregnir á land og veiðarfærin hreinsuð og hengd upp til þerris. Það var unnið rösklega, því að menn þráðu að komast sem fyrst heim og fá hvíld eftir margra daga erfiði. Þegar sjómennirnir höfðu lok- ið vinnu sinni, sagði einn aldrað- ur maður í hópnum, um leið og hann leit spyrjandi í kring um sig: — Hver skollinn hefur orðið af stráknum? Hefur nokkur ykkar séð Hans? Hann var hérna rétt áðan. — Hann gekk héðan fyrir stuttu, svaraði einn í hópnum gletnislega. Hann hefur sjálfsagt hlaupið heim að kránni, til þess að gæta að, hvort dóttir hans Ola er komin á fætur. Þessum orðum var tekið með hlátri í hópnum, en sá hlátur hljóðnaði er menn sáu reiðisvip gamla mannsins. — Nú, svo því er þannig varið, tautaði hann. Já, einmitt það! Síðan kastaði hann kveðju á fé- laga sína og gekk löngum og föst- um skrefum upp á malarkambinn. — Nú varð Jens gamli reiður, sagði einhver. — Já, og þá er ekki gott að verða fyrir barðinu á honum. Vestlings Hans, ég er hræddur um að hann fái varmar viðtökur, þegar hann kemur heim. — Honum er nú ekki heldur fisjað saman, drengnum þeim. Sjómennirnir fóru nú hver heim til Sín, og allt varð aftur hljótt og kyrrt niður við sjóinn. Þegar Jens var kominn upp á malarkambinn, sneri hann sér allt í einu við, steytti hnefana ógn- andi að kránni og tautaði: — Nei, gamli refur, á meðan ég get nokkru ráðið, verður ekkert af því. Hann rétti úr sér og augun tindruðu undir loðnum augabrún- unum. ★ JENS KAMP og Óli Jan höfðu verið óaðskiljanlegir vinir frá því þeir voru börn. En til allrar ó- #** 7

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.