Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 22

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 22
ofan í æ á rekstri hússins. Fólkið kærði sig ekki um að sjá kvik- myndirnar, sem hann sýndi. Það var orðið þreytt á allri þessari ómerkilegu músik og hávaða. Hryggur í huga minntist hann hinnar miklu aðsóknar, sem hann hafði haft fyrir 20 árum, þegar hann sýndi Valentinomyndina „Sheiken11. Það var ekkert á móti því að reyna það hvort hún hefði aðdráttarafl enn. Honum tókst að fá „kopíu“ frá Paramount félag- inu, og nú varð geysimikil aðsókn — í meira en fjóra mánuði var „Sheiken“ sýndur fyrir troðfullu húsi. Að lokum græddi hann svo mikið á myndinni, að hann gat byggt sér nýtt hús, er samsvaraði kröfum tímans. Paramount félagið lét sér þetta að kenningu verða. Það sá að borga mundi sig að láta Valentino sýna sig á ný. Og nú eru gömlu myndirnar víða sýndar með tón- list og einstaka hljómupptöku. En mynd um ævi Valentinos er vænt- anleg. ★ Kvikmyndin um Valentino hef- ur verið í undirbúningi í tvö ár. Eins og margir vita var Valentino tvígiftur og meira að segja er það margra mál, að hann hafi árum saman lifað í tvíkvæni. Báðar eru ekkjur hans á lífi og heita þær Jean Acker og Nataska Rambova. Mjög hefur kvikmyndaframleið- endunum leikið hugur á, að fá leyfi þessara kvenna beggja til að fá að rekja sögur þeirra í kvik- myndinni, en þær hafa báðar ein- dregið hafnað þeim tilmælum. Þess vegna verður að búa til per- sónur og í stað tveggja ástkvenna Valentinos — eins og þær voru í veruleikanum — verða þær þrjár í kvikmyndinni. Ekki hefur verið ráðið hvaða leikkonur fari með þessi hlut- verk, en 36 ára gamall leikari, Walter Craig að nafni á að leika Valentino. Hann er þýzkur að ætt, vakti um skeið á sér mikla athygli við Broadweyleikhúsið í New York á árunum fyrir stríð, en haft sig lítið frammi síðustu árin. Hann er mjög líkur Valen- tino í útliti. Til aðstoðar við kvikmyndina hafa verið kvaddir ýmsir leikar- ar og leikstjórar, sem á sínum tíma voru vinir og samstarfsmenn hinnar frægu og vinsælu kvik- myndahetju. Valentino var sikileyskur að ætt, en myndin hefst á því, er hann gerist sendisveinn á New York-hóteli, og lýkur með hinni frægu jarðarför hans í sömu borg, en hann var allri bandarísku þjóð- inni — og raunar öllum kvik- myndaunnendum um allan heim — slíkur harmdauði, að vart eru sagnir um slíka þjóðarsorg sem þá. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.