Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 22

Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 22
ofan í æ á rekstri hússins. Fólkið kærði sig ekki um að sjá kvik- myndirnar, sem hann sýndi. Það var orðið þreytt á allri þessari ómerkilegu músik og hávaða. Hryggur í huga minntist hann hinnar miklu aðsóknar, sem hann hafði haft fyrir 20 árum, þegar hann sýndi Valentinomyndina „Sheiken11. Það var ekkert á móti því að reyna það hvort hún hefði aðdráttarafl enn. Honum tókst að fá „kopíu“ frá Paramount félag- inu, og nú varð geysimikil aðsókn — í meira en fjóra mánuði var „Sheiken“ sýndur fyrir troðfullu húsi. Að lokum græddi hann svo mikið á myndinni, að hann gat byggt sér nýtt hús, er samsvaraði kröfum tímans. Paramount félagið lét sér þetta að kenningu verða. Það sá að borga mundi sig að láta Valentino sýna sig á ný. Og nú eru gömlu myndirnar víða sýndar með tón- list og einstaka hljómupptöku. En mynd um ævi Valentinos er vænt- anleg. ★ Kvikmyndin um Valentino hef- ur verið í undirbúningi í tvö ár. Eins og margir vita var Valentino tvígiftur og meira að segja er það margra mál, að hann hafi árum saman lifað í tvíkvæni. Báðar eru ekkjur hans á lífi og heita þær Jean Acker og Nataska Rambova. Mjög hefur kvikmyndaframleið- endunum leikið hugur á, að fá leyfi þessara kvenna beggja til að fá að rekja sögur þeirra í kvik- myndinni, en þær hafa báðar ein- dregið hafnað þeim tilmælum. Þess vegna verður að búa til per- sónur og í stað tveggja ástkvenna Valentinos — eins og þær voru í veruleikanum — verða þær þrjár í kvikmyndinni. Ekki hefur verið ráðið hvaða leikkonur fari með þessi hlut- verk, en 36 ára gamall leikari, Walter Craig að nafni á að leika Valentino. Hann er þýzkur að ætt, vakti um skeið á sér mikla athygli við Broadweyleikhúsið í New York á árunum fyrir stríð, en haft sig lítið frammi síðustu árin. Hann er mjög líkur Valen- tino í útliti. Til aðstoðar við kvikmyndina hafa verið kvaddir ýmsir leikar- ar og leikstjórar, sem á sínum tíma voru vinir og samstarfsmenn hinnar frægu og vinsælu kvik- myndahetju. Valentino var sikileyskur að ætt, en myndin hefst á því, er hann gerist sendisveinn á New York-hóteli, og lýkur með hinni frægu jarðarför hans í sömu borg, en hann var allri bandarísku þjóð- inni — og raunar öllum kvik- myndaunnendum um allan heim — slíkur harmdauði, að vart eru sagnir um slíka þjóðarsorg sem þá. 22

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.