Stjörnur - 01.04.1951, Side 48

Stjörnur - 01.04.1951, Side 48
að reyna ekki á sig. En Javel vildi ekki taka á sig' náðir fyrr en hann hefði fengið handlegginn sinn aft- ur. Hann fór niður á bryggju til þess að finna saltkaggann, sem hann hafði merkt með krossi. Hann var tæmdur og Javel tók handlegginn sinn, sem hafði geymzt vel í saltinu, hann hafði gengið saman en var nýlegur. Hann vafði hann inn í dúk og fór heim til sín. Kona hans og börn skoðuðu handlegginn í krók og kring, þukl- uðu á fingrunum og tíndu burt saltkornin, sem loddu undir nögl- unum. Svo var sent eftir snikkar- anum og hann látinn smíða ofur- litla kistu. Daginn eftir var öll áhöfn báts- ins við jarðarför. Bræðurnir gengu samsíða í líkfylgdinni. En í fararbroddi var meðhjálparinn og bar líkið undir hendinni. Javel yngri hætti sjómensku. Hann fékk ofurlítinn starfa í landi. Og þegar hann síðar meir var að segja frá þessu hörmulega atviki, bætti hann jafnan við með lægri róm: Ef bróðir minn hefði viljað láta skera á vaðinn þá hefði ég handlegginn minn enn þann dag í dag. En hann vill nú ekki missa af sínu. 48 ***

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.