Stjörnur - 01.04.1951, Page 48
að reyna ekki á sig. En Javel vildi
ekki taka á sig' náðir fyrr en hann
hefði fengið handlegginn sinn aft-
ur. Hann fór niður á bryggju til
þess að finna saltkaggann, sem
hann hafði merkt með krossi.
Hann var tæmdur og Javel tók
handlegginn sinn, sem hafði
geymzt vel í saltinu, hann hafði
gengið saman en var nýlegur.
Hann vafði hann inn í dúk og fór
heim til sín.
Kona hans og börn skoðuðu
handlegginn í krók og kring, þukl-
uðu á fingrunum og tíndu burt
saltkornin, sem loddu undir nögl-
unum. Svo var sent eftir snikkar-
anum og hann látinn smíða ofur-
litla kistu.
Daginn eftir var öll áhöfn báts-
ins við jarðarför. Bræðurnir
gengu samsíða í líkfylgdinni. En
í fararbroddi var meðhjálparinn
og bar líkið undir hendinni.
Javel yngri hætti sjómensku.
Hann fékk ofurlítinn starfa í
landi. Og þegar hann síðar meir
var að segja frá þessu hörmulega
atviki, bætti hann jafnan við með
lægri róm: Ef bróðir minn hefði
viljað láta skera á vaðinn þá hefði
ég handlegginn minn enn þann
dag í dag. En hann vill nú ekki
missa af sínu.
48 ***