Goðasteinn - 01.09.2011, Page 13
11
Pjetur Hafstein Lárusson
Á taugum að spila,
svo Grettir Björnsson heyrði
Grétar er fjölhæfur maður og hefur víða tekið til hendinni, m.a. stundað
kennslu við tónlistarskóla Rangæinga í 30 ár, auk þess sem hann var lengi org-
anisti Kálfholtskirkju, fyrir nú utan að þenja dragspilið á dansiböllum Sunn-
lendinga og raunar víða um land.
Grétar er fyrst spurður, hvar og hvenær hann sé fæddur.
„Ég fæddist í Reykjavík, 31. október 1937.“
„Nei, ekki er það nú svo gott,“ svarar Grétar, aðspurður, hvort hann sé fædd-
ur með nikkuna í höndunum, en bætir svo við: „En ég fékk fljótlega áhuga á því
hljóðfæri, hvernig sem á því stóð. Ég skil það nú eiginlega varla. Ég eignaðist
munnhörpu þegar ég var drengur og byrjaði að spila á hana.
Pabbi minn var sjómaður og þegar ég var 12 ára æxlaðist það svo, að ég fór
með honum í jólaferð til New york. Þegar við komum heim úr túrnum hafði
mamma keypt harmoniku. Mér var færð hún, þegar heim kom. Þetta var 80
bassa Hohnerharmonika. Ég fékk hana með því skilyrði, að ég mætti ekki nota
hana sem leikfang, heldur yrði ég að fara beint til kennara og læra.“
Hvert fórstu að læra á nikkuna?
„Ég fór í nám hjá Bjarna Böðvarssyni, föður Ragga Bjarna. Þar var ég
a.m.k. tvo vetur. Hjá honum lærði ég undirstöðu í nótnalestri og ýmislegt annað
gott.“
Tónlistarmaðurinn Grétar Geirsson
er listamaður ársins hjá Goðasteini