Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 14
12
Goðasteinn 2011
Áður en lengra er haldið, er ekki úr vegi, að spyrja Grétar um for eldra
hans.
„faðir minn hét Geir Vilbogason og var úr Reykjavík. Hann var bryti til
sjós, lengst af á M.S. Kötlu. Aftur á móti er móðir mín austan frá Neskaupsstað.
Hún heitir Sigurbjörg Sigfinnsdóttir.“
Fórstu snemma að spila á böllum?
„Já, ég var í gagnfræðaskólanum við lindargötu og þar spilaði ég á skóla-
dansæfingum, eins og böllin voru kölluð. Við vorum nokkrir skólabræður sem
spiluðum saman. Þetta voru
kannske fimm til tíu lög sem
við kunnum. Svona sam-
komur fóru nú bara fram í
skólastofunni. Ég man ekki
til þess, að hljómsveitin hafi
verið kölluð nokkuð. Það var
Helgi Geirsson sem eiginlega
stóð fyrir þessari hljómsveit,
mágur Grettis Björnsson-
ar harmonikkuleikara. Við
æfðum heima hjá Helga.
einu sinni birtist maður,
þegar við strákarnir vorum
að djöflast þarna. Hann fór svona aðeins að skipta sér af spilamennsku okkar.
Þarna var þá Grettir kominn, þannig að við fengum smávegis ókeypis tilsögn
hjá honum. Þá vissi ég ekki hver maðurinn var. fyrsta kastið eftir þetta var ég
auðvitað á taugum að troða í belginn, svo hann heyrði.
Ég var átta ára, þegar ég fór í sveit í Mörtungu á Síðu. Þá fóru allir á sveita-
böllin í Múlakoti, aldur skipti þar engu máli. Það hefur líklega verið þar sem
áhuginn á harmonikkunni kviknaði hjá mér. Múlakot er núna friðlýstur skóli,
held ég.
Þarna voru tveir harmonikkuleikarar. Þeir spiluðu nú sjaldan saman. Þetta
voru þeir einar Magnússon frá Orustustöðum og Andrés einarsson frá Breiða-
bólstað. einari kynntist ég nokkuð vel, og hann sagði mér frá ýmsum frægum
harmonikuleikurum. einn þeirra var nýlega kominn fram á sviðið. Hann spil-
aði djass og hét Art Van damme.
Seinna kynntist ég öðrum skólafélögum en þeim sem ég sagði frá áðan, sem
einnig höfðu áhuga á tónlistinni, mönnum eins og t.d. Garðari Sigurðssyni í
Fyrsta stjórn Harmónikufélagsins.
Guðmar Ragnarsson, Grétar, Sigrún Bjarnadóttir,
Valdimar Auðunsson og Gunnar Guðjónsson.