Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 18
16
Goðasteinn 2011
umhugsun og bætir við: „Þarna heyrði ég í körlum eins og Karli Jularbo, syni
hans Ebba og ýmsum fleirum.
en ég hélt sem sagt áfram að spila. Það var nú ekki bara ánægjunnar vegna,
því auðvitað gaf þetta af sér. Þegar ég var á Hæli kynntist ég Óskari Guðmunds-
syni, sem var með hljómsveit á Selfossi. Ég hljóp í skarðið vegna veikinda í
hljómsveitinni og spilaði á nokkrum böllum. Svo var ekkert meira með það. en
eftir að ég flutti aftur suður fór ég að vinna í Raftækjaverslun Íslands og spila
með Aage lorange.
en sveitin leitaði alltaf á mig. Ég hafði sambandi við gamlan skólabróður frá
Hvanneyri sem var fjósameistari í laugadælum og hann réði mig þangað. Þar
var ég í tvö til þrjú ár. Það má eiginlega segja að þar hafi örlög mín ráðist, því
þar kynntist ég verðandi eiginkonu minni, láru Kristjánsdóttur frá Austurkoti
í Hraungerðishreppi. Við giftum okkur 1965.“
Og áfram heldur frásögnin.
„um vorið fórum við að skoða jarðir og keyptum Áshól í Ásahreppi, sem þá
hafði verið í eyði í þrjú ár. Þó höfðu slægjur verið nýttar en öll hús voru léleg
eða ónýt. Þegar þarna var komið ætlaði ég eiginlega að hætta í spilamennsk-
unni. en það fór nú svo að ég hætti við að hætta.
Hljómsveit Óskars Guðmundssonar hafði hætt á tímabili, þegar Óskar fór á
sjóinn. Hún var svo endurvakin vorið 1961 og spilaði til 1965 og jafnvel lengur,
í samkomuhúsunum hérna fyrir austan. Það var spilað í Selfossbíói, á Hellu,
Hvolsvelli, í Aratungu, á flúðum, á Borg í Grímsnesi og víðar. Það var þó
nokkur samkeppni milli staða, t.d. þegar Hljómsveit Óla Gauks og fleiri komu
austur til að spila. Þetta voru allt upp í 600 til 700 manna böll, þegar mest var.
Nú eru sveitaböllin alveg dottin upp fyrir. Ég segi nú kannski ekki að ég
sjálfur sakni þeirra, en maður heyrir að ýmsir gera það. Þetta lognaðist út af
með pöbbamenningunni og hljómsveitirnar brunnu upp um leið. Það má eig-
inlega segja að bjórinn hafi drepið sveitaböllin. Nú er lítið eftir annað en átt-
hagasamkomur og þorrablót.“
Tíðindamaður Goðasteins lumar á vitneskju um, að Grétar hafi lengi fengist
við tónlistarkennslu og spyr út í þá sálma.
„Já, hún kom nú bara þannig til, að árið 1980 var ég að byggja fjós,“ segir
Grétar. „Þá hafði ég kynnst skólastjóra tónlistarskóla Rangæinga, Sigríði Sig-
urðardóttur og manni hennar, friðriki Guðna Þorleifssyni, sem nú eru bæði
látin. Það vildi svo til, að tveir eða þrír höfðu sótt um að læra á harmoniku og