Goðasteinn - 01.09.2011, Page 19
17
Goðasteinn 2011
þau skólastjórahjónin sem vissu að ég hafði verið að gutla við nikkuna, báðu
mig um að taka að mér þessa kennslu. Ég gekkst inn á það, með fortölum.“
Hvernig fer kennslan saman við búskapinn?
„Nemendurnir voru nú ekki margir til að byrja með, svo það gekk ágætlega.
Kennslan var svona milli mála. Síðan hef ég verið við þetta í stundakennslu.
flestir hafa nemendurnir verið átta eða níu. Það er nú dálítið mikið, að púsla
því saman við búskapinn.“
Hefur unga fólkið áhuga á harmonikunni?
Það er nú svolítil lægð í því núna. Áhuginn á nikkunni er ekkert á móti áhug-
anum á gítarnum og píanóinu. En yfirleitt eru einhverjir, sem sækja um. Það
er þá kannske pabbinn sem hefur spilað á nikkuna. Núna seinni árin hafa org-
anistar svo farið að læra á harmoniku, ég var með tvo þeirra síðastliðinn vetur.
Það er mjög af því góða. Þá er það aðallega belgurinn og bassinn sem þarf að
hugsa um.“
Er ekki starfandi harmonikufélag í Rangárvallasýslu?
„Jú, Harmonikufélag Rangæinga var stofnað 1985. Aðalhvatamaður þess
var Valdimar Auðunsson frá dalsseli. Ég gæti trúað að félagsmenn væru um
það bil 50 til 60 talsins. en virkir félagar eru þetta átta til níu. Við tökum þátt
í landsmóti og svo erum við í samskiptum við harmonikufélög víðsvegar um
landið. Þarna er um gagnkvæmar heimsóknir að ræða. Þannig höfum við átt
ágæt samskipti við harmonikuleikara og aðra unnendur nikkunnar víðsvegar
um landið.
Við hér í Harmonikufélagi Rangæinga reynum að æfa vikulega á veturna.
Þá erum við með útsetningar og spilum líka hver fyrir annan, eins og gengur
og gerist.“
Sá grunur læðist að spyrli, að Grétar hafi fengist við að semja lög og óþarft
að ljúka þessu samtali, án svars við þeirri spurningu.
„Nei, ekki svo ég geti sagt það. en ég hef gaman af að spinna kringum mel-
ódíur. Hafi það komið fyrir að ég hafi samið eitthvað, þá er það gleymt eftir
klukkutíma, lengur sest það nú ekki í höfðinu. Auðvitað spila ég oft „varíasjón-
ir“ fyrir sjálfan mig. en það fer ekki lengra segir Grétar Geirsson að lokum og
eru þau orð í fullu samræmi við hógværð mannsins.“