Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 23
21
efni leitt í ljós
landeyjar í Rangárþingi standa mér í björtum ljóma frá árunum um og eftir
1950 er ég ók þar um vegi margsinnis. Þar var ég rétt eins og grár köttur í hvers
manns húsi snapandi eftir gömlum minjum í nýstofnað minjasafn Rangárþings
í Skógum. Vel bar í veiði, gömlu atvinnutækin frá landbúnaði og sjósókn voru
þá fyrir skömmu lögð til hliðar og lágu á lausu fyrir samfélagið. Hér kom og til
að þarna lágu rætur mínar í móðurætt, þarna hafði hún háð sitt lífsstríð, oft við
kröpp kjör en að öllu sér til sóma að því er ég best veit. Ég geri engum rangt til
þótt ég segi að frá tveimur heimilum hafi Skógasafn borið þar best úr býtum,
frá Gerðum hjá Geir Gíslasyni og Þórönnu Þorsteinsdóttur og frá Arnarhóli,
hjá Þorgeiri tómassyni og Þóru Þorsteinsdóttur. ekki spillti það fyrir þegar til
Þorgeirs var litið að við vorum sömu ættar, Þórhildur Ólafsdóttir frá Gerðum,
móðir hans, og Kristín móðir mín voru að öðrum og þriðja að frændsemi,
báðar af gömlu Gerðaættinni. Valgerður einarsdóttir, amma móður minnar,
var systir Ólafs í Gerðum, föður Þórhildar. „Það er þunnt blóð ef það er ekki
þykkara en vatn,“ sagði gamla fólkið, ættinginn var metinn meira en óskyldur
maður.
Gerðum er þátturinn helgaður, góðbýli í fíflholtshverfi sem „fór alltaf vel
með sína“ eins og einn viðmælenda minna í landeyjum komst að orði. Geir og
Þóranna fögnuðu mér, ókunnum gesti, af þeirri fáguðu hógværð og hlýja þeli
sem mér fannst upp til hópa auðkenna landeyinga við fyrstu kynni og það átti
ekki eftir að breytast. Heima voru þá tvö börn þeirra hjóna, Gísli síðar bóndi
á Kálfsstöðum, og Guðrún, síðar húsfreyja á leifsstöðum, bæði með þann
notalega blæ velvildar sem mætti mér hjá Geir og Þórönnu. til heimilis var
og öldruð vinnukona Kristjana Guðmundsdóttir, Sjana eins og hún var nefnd,
Gerðar í landeyjum
Þórður Tómasson