Goðasteinn - 01.09.2011, Page 24
22
Goðasteinn 2011
ættuð norðan af Hornströnd-
um, hrakin þaðan frá þungri
sorgarsögu, sem Vilmundur
Jónsson landlæknir gerir
grein fyrir í bókinni „Með
hug og orði“. Hennar bar
Kristjana engan blæ í frið-
landinu góða í Gerðum,
kona viðmótsgóð, glaðleg
og hlý.
Heimilið sem mætti mér í
Gerðum var í raun hið gamla
heimili foreldra Geirs, Gísla
Nikulássonar og Þórunnar
Pálsdóttur, óraskað menningarheimili 19. og 20. aldar. eitthvað af gömlum, úr
sér gengnum búshlutum, hafði fyrir skömmu verið borið í fíflholtsfljót, eitt-
hvað gamalla minja hafði borist til Reykjavíkur, m.a. útskorin rúmfjöl en margt
gamalt og gott var enn innan veggja. Gísli Nikulásson var fæddur 20. sept.
1852, sonur Nikulásar Jónssonar bónda í Sleif og Þorbjargar Jónsdóttur ljós-
móður. ungur var hann tekinn í fóstur af Guðna einarssyni bónda í Gerðum og
konu hans, Guðrúnu Gísladóttur og alinn upp sem einkabarn þeirra. Þórunn
kona Gísla, fædd 19. jan. 1851, var dóttir Páls Brandssonar bónda í eystra-fífl-
holti og konu hans, Jóhönnu Jónsdóttur.
gamla gerðaættin
einar Guðnason (f. 1768) og kona hans Þórhildur Jónsdóttir (1779-1851) sátu
að búi í Gerðum framan af 19. öld, bjuggu við góð efni og af öllum vel metin.
Menningarbragur var á heimilishaldi og börn þeirra hjóna vel upp frædd að
gamalla manna sögn. faðir einars var Guðni bóndi í Gerðum (f. 1732) sonur
filippusar bónda í Miðkrika í Hvolhreppi (1699-1749) Jónssonar bónda í duf-
þaksholti, Bjarnasonar. Kona Guðna var Valgerður ( f. 1731) dóttir Guðmundar
Stefánssonar (f. 1703) bónda á Strönd í landeyjum og konu hans, Guðríðar
Brynjólfsdóttur. Stefán faðir hans (f. 1657), bóndi og lögréttumaður í Skipa-
gerði í landeyjum, var háættaður og mikils metinn í bændastétt, 7. maður frá
Jóni Hallssyni sýslumanni og skáldi í Næfurholti og konu hans Hólmfríði hinni
ríku, erlendsdóttur. Í honum komu saman margir þekktir og merkir ættstofnar.
Jarðeignir stóðu undir góðum efnahag, Skipagerði, ystakot, hálf Strönd með
hjáleigu, Vindás í Hvolhreppi, Skeið í Hvolhreppi að hálfu, Skammárdalur í
Kristjana Guðmundsdóttir
(Sjana) í Gerðum.
Gísli Geirsson.