Goðasteinn - 01.09.2011, Side 25
23
Goðasteinn 2011
Mýrdal og að líkum fleiri. Kona hans var Vigdís Árnadóttir, Þorsteinssonar
sýslumanns á Þykkvabæjarklaustri, Magnússonar. Brynjólfur sonarsonur Stef-
áns bjó í Skipagerði, faðir séra Þórðar á Kálfafelli í fljótshverfi og á felli í
Mýrdal. Helga systir séra Þórðar var langamma Þorsteins erlingssonar skálds.
Skipagerðisætt er geysifjölmenn á Suðurlandi og sér þess m.a. ljósan vott í
Sýslumannaæfum Boga Benediktssonar (iV, 413-417). Þaðan liggur t.d. teng-
ing til Heiðarættar í Mýrdal og til túnsmanna í flóa í Árnessýslu.
Þórhildur í Gerðum var dóttir Jóns bónda á Stóra-Hofi á Rangárvöllum
o.v., einarssonar bónda í ey í landeyjum, Jónssonar bónda á Mið-Skála undir
eyjafjöllum, Steinmóðssonar. Guðlaug móðir Þórhildar var dóttir Jóns filipp-
ussonar bónda á Stóra-Hofi. Guðni og Ólafur synir einars og Þórhildar bjuggu
eftir þau í Gerðum. Jón sonur þeirra (1805-1882) bjó í Oddhól á Rangárvöll-
um. Valgerður systir þeirra bræðra (1808-1878), sem ég hef áður vikið að, átti
Magnús Magnússon bónda í Norður-Búðarhólshjáleigu (1807-1854). Hún bjó
þar lengi ekkja með börnum sínum. Í Gerðaskjölum í Skógasafni er skrá um
heimanmund Valgerðar 1848: „1 kýr 6 vetra, tímabær, 16 Rd, 2 ær með lömb-
um, 4 Rd, 64 sk, ný kista læst, 4 Rd, 1
trog, 1 kerhald, 64 sk, gamall kaggi, 48
sk, 2 hesta hárreipi, 80 sk, nýleg rekkju-
voð, 1Rd, nýr hársekkur, 1 Rd, hryssa
þriggja vetra, 6 Rd,“ Heildarupphæð
64 Rd, 64 sk. eftir Þórhildi móður sína
1851 fékk Valgerður í arf ríflega 12 dala
virði í gripum og gangandi fé. Valgerð-
ur bjó sem ekkja við heldur þröng kjör.
Magnús í Norðurhjáleigu afi minn hafði
borið mál í það hve gott var að koma að
Gerðum úr fátæktinni heima er út á tók
að líða að vetri, alltaf nógur matur og
svo gerður út með einhverja björg er
heim skyldi halda.
Hólmfríður dóttir einars og Þórhild-
ar, (f. 1809), giftist Jóni Jónssyni bónda
í Króktúni í Hvolhreppi (1821-1876).
Niðjar hennar eru margir nú í dag. tvö
barnabörn hennar ílentust í Vestur-
landeyjum, Runólfur Jónsson bóndi í
ey og Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja í
Tómas Jónsson og Þórhildur
Ólafsdóttir á Arnarhóli.