Goðasteinn - 01.09.2011, Qupperneq 26
24
Goðasteinn 2011
Sperðli. ekki er mér úr minni fallið er ég tók við úr hendi Runólfs kaffikvörn
úr búi Skúla thorarensen læknis á Móeiðarhvoli og gerði mér grein fyrir að
gjafarinn var þremenningur við móður mína.
Guðni einarsson í Gerðum (1814-1878) giftist Guðrúnu Gísladóttur (f. 1812)
frá Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi, Sigurðssonar. Ólafur bróðir hans (1815-1898)
giftist Þorgerði Brandsdóttur frá Galtarholti á Rangárvöllum (1817-1886). Guðni
var vel metinn bóndi, bjó við bærileg efni og heimilið að öllu vel um búið. Vel
var hirt um öll gögn sem viðkomu eign og rétti jarðarinnar og þess njótum við
í dag. Guðni var talinn smiður góður en þó ekki til jafns við Ólaf bróður sinn.
ekki er hægt með vissu að tengja nafn hans sem smiðs varðveittum Gerða-
minjum. Ólafur bróðir hans lifir í minjum og minningum sem þjóðhagi, smiður
á tré og málm. Smiðjusteinn hans kúrir í dag framan við smiðjudyr í Skóga-
safni, flatur blágrýtissteinn með vænni, klappaðri holu fyrir steðjafótinn. ekk-
ert veit ég að segja af koparsmíði Ólafs en tengdasonurinn, tómas Jónsson á
Arnarhóli, var orðlagður koparsmiður og hefur með vissu komið að þeirri iðju
í Gerðasmiðju. Afburða fagrar beislisstangir úr kopar í Skógasafni, smíði tóm-
asar, eru fermingargjöf hans til sonar hans 1893, tómasar síðar bónda í upp-
sölum í Hvolhreppi. tómas og Þórhildur Ólafsdóttir flytja frá Gerðum niður að
Arnarhóli 1895 og hjá þeim deyr smiðurinn fjölhæfi 17. júlí 1898.
gerðaætt yngri
Með Gísla Nikulássyni má segja að upp komi Gerðaætt yngri. Kjarnafólk
stóð að Gísla. Nikulás faðir hans þótti í fremri bænda röð og Þorbjörg ljós-
móðir kona hans var orðlögð fyrir dugnað og hjálpfýsi. Hver sængurkona taldi
sig örugga í höndum hennar. Jón bóndi á Álfhólum var sonur Nikulásar og
Þorbjargar, lengi formaður fyrir landeyjasandi, aflasæll og sjógarpur. Sonur
hans var höfðingsbóndinn Valdimar á Álfhólum, mikilmenni í sjón og raun,
hjá honum var viðhorfið annaðhvort heitt eða kalt, hálfvelgja fyrirfannst ekki.
Í honum átti ég góðan og traustan vin. engir reyndust eyfellingum betur í
Heklugosinu 1947 en Valdimar á Álfhólum og Ágúst Jónsson í Sigluvík syst-
ursonur hans, opnuðu þá víð hagalönd sín fyrir búfénaði þeirra, hrossum og
sauðfé.
Gísli í Gerðum og Þórunn Pálsdóttir ráku gott bú í Gerðum, nutu mikils
styrks af sjávarafla og héldu vel utan um allt. Varðveitt er í Skógum lítið hand-
rit, minnisbók Gísla, sem sýnir að hann kunni vel með penna að fara. Þar er
skráð ýmislegt er við kemur búskap, verslun, róðrum, kveðskap, m.a. bálkur
formannavísna og veðurspá miðað við tunglöld. Synir Gísla, Guðni og Geir,
hófu búskap í Gerðum, Guðni 1907 með konu sinni Helgu M. Þorbergsdóttur,