Goðasteinn - 01.09.2011, Qupperneq 27
25
Goðasteinn 2011
og Geir 1917. Guðni bjó á móti bróður sínum til 1925, flutti þá að Krossi í
landeyjum og gerði garð sinn frægan sem kirkjubóndi. Í æskuleikjum hans í
Gerðum var ætíð kirkja á leikabúinu. Þórunn kona Gísla dó 1926. Sjálfur átti
hann heldur erfiða elli, féll af hestbaki og lærbrotnaði, steig ekki heilum fæti á
jörðu eftir það og var við rúmið síðustu árin. Hann dó 1940.
Jörðin
Gerðar eru fornbýli en heimilda um það vant framan af öldum. Þar var tví-
býli jarðabókarárið 1709 og jörðin í mati 15 hundruð. Geir í Gerðum varðveitti
af alúð eignaskjöl Gerða um 250 ára tímabil og afhenti Skógasafni til varð-
veislu. Munu fá dæmi slíkrar umhyggju, helst að leita til Keldna á Rangárvöll-
um. Gerðar voru árið 1700 í eigu forföður míns, séra Högna Ámundasonar
prests í eyvindarhólum (d. 1707). Hann átti og góðbýlið næsta, eystra-fíflholt.
Vestra-fíflholt átti dómkirkjan í Skálholti. Ábúandinn þar, einar eiríksson,
gerði ágreining um landamerki. Séra Högni fékk árið 1695 fjóra staðfróða
menn til að vitna um landamerkin. Vitnisburðir þeirra fylgdu Gerðaskjölum
og eru einnig ábatasamir fyrir mannfræði 17. aldar. Þennan ágreining tók upp
með lögfestu í lok 18. aldar, Jón Hjartarson bóndi í Vestra-fíflholti og var þá
gripið af eiganda Gerða til vitnisburðanna frá 1695.
einar sonur séra Högna fékk Gerða í arf eftir föður sinn. Hann varð seinna
virðingabóndi og lögréttumaður í Mýrdal. Árið 1744 skipti hann á Gerðum og
tólf hundruðum í Skammárdal í Mýrdal við Guðmund Stefánsson á Strönd.
Gerðar voru hærri í mati og mismuninn skyldi einar greiða „í gildum og góð-
um landaurum.“ Gerningurinn fór fram þann 30. janúar á Strönd. frumbréfið
fylgdi jarðaskjölum Geirs til Skógasafns, vel varðveitt.
Jarðagóssi Guðmundar Stefánssonar var skipt milli erfingja hans þann 1.
nóvember 1782. dætur hans þrjár, Sigríður, Valgerður og Þórdís, fengu hver
fyrir sig 500 í Gerðum, eign í Strönd, Strandarhjáleigu, ystakoti og Vindási,
skiptist til hinna systkinanna, Brynjólfs, Halldórs, Ástríðar og Hólmfríðar.
Valgerður keypti Gerðahlut Þórdísar árið 1797 með samþykki bróðursonar
þeirra, séra Þórðar Brynjólfssonar. Þórdís átti þá heimili hjá honum og allt til
æviloka, dó á felli í Mýrdal 1826. Þær systur Valgerður og Þórdís, undirrituðu
báðar kaupbréfið eigin hendi, Þórdís vel, Valgerður afar vel. Það var lesið upp
á síðasta Alþingi á Þingvöllum 1797 og er áritað af Magnúsi Ólafssyni lög-
manni og Magnúsi Stephensen, merkilegt minjaskjal. einar Guðnason í Gerð-
um keypti hlut Sigríðar móðursystur sinnar á Víkingslæk í Gerðum árið 1803.
Systur einars, Vigdís í Kílhrauni á Skeiðum og Anna kona Stefáns Sveins-
sonar bónda og hreppstjóra í Varmadal á Rangárvöllum fengu hvor fyrir sig