Goðasteinn - 01.09.2011, Page 28
26
Goðasteinn 2011
í föðurarf 109 álnir í Gerðum. einar keypti hlut Önnu 1818 og Vigdísar 1819.
Hlut Önnu galt hann með 11 ríkisdölum og hlut Vigdísar með vænum púlshesti
og fimm ríkisdölum í smákúrant.
Gerðar urðu síðar eign þeirra bræðra Guðna og Ólafs einarssona. Ólafur
virðist hafa átt 1/3 Gerða og varð eign Þórhildar dóttur hans. tómas á Arn-
arhóli selur Jóhanni Þorkelssyni vinnumanni í Skipagerði þann 26. nóv. 1899
500 í Gerðum fyrir kr. 450.00 og virðist sýndarsala því Jóhann selur 15. apríl
næsta ár eignina Gísla bónda í Gerðum fyrir sömu upphæð. Guðni sonur Gísla í
Gerðum sat þar að búi á sjálfs sín eign 1910 og seldi síðar Geir bróður sínum.
Minjasafn frá Gerðum
Borðaðu
Ég skrifaði um hornspæni og spónasmiði í bók minni „Íslensk þjóðfræði“
sem út kom 2008 (201-218) og gæti mörgu við það bætt. eitt stærsta hornspóna-
safn landsins er í Skógum, Þjóðminjasafnið býr að vonum betur og nýtur þar
við m.a. veisluspónasafns frá Keldum á Rangárvöllum, smíði Jóns Þorsteins-
sonar á Vindási. Safnmanni í Skógum þykir það sæmileg ábyrgð að hafa umsjá
meir en 40 útskorinna hornspóna. Þeir elstu eru frá 18. öld, matspænir Bein-
teins ingimundarsonar á Breiðabólstað í Ölfusi og konu hans, Vilborgar Hall-
dórsdóttur biskups á Hólum. Spónn hennar ber eignarmerkinguna BORGA í
höfðaletri og ber svip af hnappspónum dönskum frá aldamótunum 1700. Sama
gerir spónn Marenar Jónsdóttur (1835-1906), sem gift var Halldóri daníels-
syni bónda og alþingismanni í langholti í Borgarfirði, kominn frá Birnhöfða í
Akraneshreppi. Þar er hnappurinn útskorinn.
Rangæingar og Skaftfellingar áttu löngum góða spónasmiði. einn þeirra,
Skaftfellingurinn Björn Jónsson (f. 1807) tók sér kenningarnafnið Spóna-Björn
eða Gepla-Björn. einn spónn hans, skeiðarlaga, er í Skógasafni, góður en eng-
inn dýrgripur, enda ellimóður. Í miklum metum hef ég einn fornfálegan horn-
spón í Skógum, orðinn til um 1840. Smiðurinn að honum var holubarn séra
Þorvaldar Böðvarssonar í Holti undir eyjafjöllum, Guðmundur bóndi í tungu
í landeyjum, fóstri Guðmundar Árnasonar dúllara. Í dag er spónninn það eina
sem minnir áþreifanlega á líf og starf gamla tungubóndans. Hann smíðaði
hann Bjarghildi dóttur sinni, síðar húsfreyju á Arnarhóli. Gamallegur er hann
og nokkuð slitinn, óvenjulegur í því að skaftið er að upphafi gert úr tveim-
ur hlutum, haglega saman sett og hnoðað með tveimur eirnöglum. Rósaflúr
skreytir skaftið og fer að öllu vel. Þorgeir á Arnarhóli gaf Skógasafni gripinn.