Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 29
27
Goðasteinn 2011
Hér skal gerð grein fyrir spónasmíði Gerðabóndans, Ólafs einarssonar.
Spænir hans voru í daglegri notkun í búi afa míns Magnúsar Magnússonar
í Norður-Búðarhólshjáleigu, systursonar hans og fyrir löngu afmáðir af tönn
tímans. Ólafur var víðkunnur spónasmiður, spænir hans að kalla í hverju húsi
í Vestur-landeyjum undir lok 19. aldar. Gott spónasafn var í Gerðum og lánað
í erfisdrykkjur og brúðkaupsveislur um alla sveit líkt og gerðist um Keldna-
spæni. Byggðasafnið í Skógum á fimm útskorna nautshyrninga frá spónasmíði
Ólafs og minna á hann með lofi dag hvern. Þorgeir á Arnarhóli eignaðist mat-
spón Ólafs frá Þórhildi móður sinni og gaf safninu 1951. um mitt spónskaftið
er ferhyrndur flötur og í rist með höfðaletri OeSA og úr því les maður Ólafur
einarsson á spóninn. upp frá leturflötunum bylgjast jurtaskreyti til skaftenda.
Spónninn hafði brotnað um samkomu blaðs og skafts og verið spengdur þar
með látúnsþynnum.
Spón með áþekk auðkenni gaf Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja á Þorvaldseyri
Skógasafni og hafði fengið að gjöf frá Steinunni Ögmundsdóttur frá Auraseli.
Steinunn hafði eignast hann er hún var ráðskona á búi Snorra Grímssonar í
Skipagerði í landeyjum. Á miðflöt skafts getur að lesa í höfðaletri RiOMA,
þ.e. rjóma og minnir á vísu Norðlendingsins:
Margt hef ég séð um Suðurfrón
sérlegt að mínum dómi.
Með letri settan þar leit ég spón,
las ég á hann í tómi.
Bókstafaröðin þessi þétt,
þar stóð á skafti grafið nett,
r, i, ó, m, e,: rjómi.
Á skaftbak er rist mark, kló, sem skýra má sem smiðsmark eða búmark,
jafnvel heillamark (aflakló).
Úr búi Geirs og Þórönnu í Gerðum á safnið þrjá spæni. tveir þeirra eru með
sömu höfundareinkennum í skurði og spænir Þorgeirs og Steinunnar. Á annan
er rist eignarmark með höfðaletri, tBSAS, er gæti þýtt t.d. tómas Brandsson á
spóninn. Á hinum er fagurskorið ártal, 1850, og upphafsstafur, P, er á bakhlið.
Þriðji spónninn er með gerólíkum skurðstíl og er þó með vissu verk Ólafs. Hér
er rist með höfðaletri áskorun: BORÐAÐu. Á bakhlið er rist kló með sama
hætti og á spæni Steinunnar.
Greinilegt er að allir spænirnir fimm eru laðaðir í sömu spónalöð.