Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 31
29
Goðasteinn 2011
það er niðurskipað af mikilli smekkvísi og skurðurinn gerður af svo fullkomnu
öryggi að minnir á verk meistara af ferjuætt. Ártal vísar að venju á aldur, 1837.
Ég voga ekki að eigna það Ólafi einarssyni, því þá ekki allt eins Guðna bróð-
ur hans því frá heimili hans er það komið. tvö asklok landeyinga í Skógum
seilast í stíl og fögru handbragði til Gerðaloks, annað frá Hólmi hitt frá teigi
í fljótshlíð, þangað komið með Salvöru tómasdóttur frá Arnarhóli. Þau eru
bæði greinilega verk sama manns, Hólmslok frá 1879, teigslok frá 1879. Út-
skorin asklok landeyinga frá 1847, 1859, 1874, 1878 og 1893 eru stílfræðilega
séð öll einnar ættar, með frávikum þó og ekki með öllu óskyld Hólmsloki og
teigsloki.
Gefendur aska og askloka kunnu því miður ekki að greina frá tréskerum
eða askasmiðum yfirleitt. Geta mín er þó að Ólafur í Gerðum eigi hér drýgsta
hlutinn. ekkert mælir gegn því að hann hafi fengist við smíðar fram um 1890.
Hér kemur til hjálpar askur frá Arnarhóli. Guðmundur Arnar Stefánsson í Vest-
mannaeyjum færði Skógasafni hann að gjöf árið 2008 og þótti nokkrum tíð-
indum sæta að fá slíkan góðgrip svo seint í tíma. Askurinn er kominn úr búi
langafa og langömmu Guðmundar Arnar, tómasar og Þórhildar á Arnarhóli
og hefur verið með í búferlaflutningi frá Gerðum 1895. Hann er með ártali
1873 og útskurðurinn er með þeim sterka blæ sem er á meirihluta útskorinna
askloka úr landeyjum. Gripurinn er að öðru þögull um uppruna sinn. Miðað
við leikni Ólafs í smíði stafaíláta og hornaskurði þá stappar nærri vissu að
askurinn sé verk hans. Askar og asklok landeyinga bíða um sinn fullnægjandi
stílfræðilegrar rannsóknar.
Halasnælda og snældusnúðar
tóvinna var að syngja sitt síðasta vers á sveitaheimilum er kom fram um
1950. Vinnutækin voru þó víðast til og í viðlögum til þeirra gripið. Heimilið
í Gerðum var meir en sjálfbjarga á þessu sviði fyrst er mig bar þar að garði,
vefstaður Þórönnu þó fyrir nokkru orðinn eldsmatur. Gnótt var af halasnæld-
um allt upp í tvinningarsnældur og hrosshárssnældur. eina þeirra hreppti ég,
snúðurinn skorinn haglegum sigurlykkjuhnúti. Hún hefur verið gott vinnutæki,
leikur létt í hendi. Útskorinn snældusnúður fylgdi henni í Skógasafn. Hann
er líttkúptur miðað við gamla snældusnúða, 8 cm í þvermál, virðist til orðinn
úr stærri útskornum hlut og ekki auðvelt að átta sig á hver hann hefur verið.
Skreyting er sótt í jurtaríkið, blaðskraut og sexblaða blóm. Þetta eru tveir góðir
hlutir frá spunaiðju þjóðarinnar þar sem fegurðarþrá var fullnægt samfara því
að búa fólki nytjagripi í hendur.