Goðasteinn - 01.09.2011, Side 32
30
Goðasteinn 2011
Áklæði og söðulsessur
Húsfreyjur í Gerðum voru engir eftirbátar bænda sínna í fagurri handiðn.
um það vitna þrír gripir í Skógum, glitofið söðuláklæði, glitofin söðulsessa og
skatteruð söðulsessa, gripir gefnir af Geir í Gerðum. Þeir tengjast tveimur hús-
freyjum 19. aldar, þeim Guðrúnu Gísladóttur og Þórunni Pálsdóttur, allt kjör-
gripir á sínu sviði. Söðuláklæðið er sérstætt, sett saman um miðju úr tveimur
einskeftu lengjum og dregið í glit í litum. Glitsaumur hlýtur að vera á samsetn-
ingu en svo vel til hans vandað
að ekki sést á bakhlið. Áklæðið
er 156 x 60 cm að stærð, faldað
til beggja enda. Í annan endann
er ofið G G d A 1867 og ofan við
bekkur með skreyti sem minnir
á fjögur háreist dýr, „mótíf“ sem
á rætur aftur í öldum. Heildar-
skreyting er samhverf að venju,
mætist í miðju. Glitið er marglitt,
rautt, grænt, fjólublátt, hvítt,
ofið í svart, er hefðbundið jurta-
skreyti (jurtapottur). Vefkonur höfðu gamalt söðuláklæði fyrir framan sig á
vefnum er þær drógu í glit svo gömul mynstur ganga hér aftur og aftur. Varð-
veisla þessa áklæðis er býsna góð, enda það til orðið er skammt var til þess að
gamli íslenski söðullinn viki fyrir ensku gerðinni.
Glitofna söðulsessan er 44 x 27 cm að stærð, áþekk fiðurkodda og varð-
veisla eins og best verður ákosið, litir í gliti ófölnaðir og slit nær ekkert. Í hana
er ofið G G d A 1853. Skrautverkið er smágert, stílfært jurtaflúr.
talið hefur verið að Guðrún kona Guðna einarssonar hafi ofið þessa tvo
góðgripi og ekkert mælir gegn því. Hér hefur verið að unnið af alúð og list-
fengi og vonandi varðveitist minning Guðrúnar hér langt inn til komandi tíma.
Söðulsessa Þórunnar Pálsdóttur er saumuð með þeirri saumgerð sem nefnd er
skattering. ferhyrnd gerð hennar tengir hana við gömlu söðulgerðina. Stærðin
er 43 x 32 cm. Klippt hefur verið á aðra hlið og fiðurfylling tekin brottu. Í aðra
hlið sessunnar er saumað fangamark, Þ P, í hina hálft ártal, 76 (1876). litir
eru greinilega sóttir að nokkru í jurtaríkið, grænt og gult. Útsaumurinn alfarið
jurtaskreyti, blöð, stönglar og þrílitar rósir, öllu fyrir komið af smekkvísi og
saumurinn vandaður. Byrðið er heimaofið svart vaðmál. Sessan sómir sér að
öllu vel.
Söðulsessa Þórunnar Pálsdóttur frá 1876.