Goðasteinn - 01.09.2011, Page 33
31
Goðasteinn 2011
Leppa í skóna
„leppa í skóna, þegar ég kann að prjóna“ segir í gömlu þófaraþulunni. Barð-
ar hétu þeir hjá landeyingum og eyfellingum æsku minnar. illeppar er alþekkt
orð um skóplaggið í mörgum byggðum. Ég safnaði sýnishornum af öllum þeim
mynstrum, sem fyrrum prýddu prjónaða barða, fyrir Þjóðminjasafnið og fyrir
Byggðasafnið í Skógum, áttablaðarós, vindrós, Högnakylfu, tígli, jurtapotti,
stundaglasi og ekki allt fram talið. Gerðar eiga sinn góða hlut í þessari söfnun.
Þaðan eru komnir tvennir sparibarðar í karlmannsskó, stærð 27 x 11 cm. Í þeim
báðum er sviplíkt jurtapottsmynstur en fjölbreytni lita og niðurskipun er með
ólíkum hætti. Ég sé fyrir mér að Þórunn húsfreyja í Gerðum hafi prjónað þá í
kirkjuskó bónda síns. listfengi og vandvirkni leyna sér ekki. Saman fer fögur
vinna og góð varðveisla.
Tágakörfur
tágakörfur, riðnar úr niðurrifnum víðirunn-
um, voru víða til á heimilum og hafðar til mis-
munandi nota, undir ull, hnykla, saumaskap
svo að dæmi séu nefnd. einstök byggðarlög
öðrum fremur voru kennd við tágavinnu og
tengdist mjög uppblæstri lands sem losaði um
víðirætur. fyrir þessu hefi ég gert nokkra grein
í bók minni „Íslensk þjóðfræði“ frá 2008. Kona úr Vestur-landeyjum sýndi
mér fyrir nokkru tágakörfu sem hún kvað riðna af fjalla-eyvindi. Verklagið
var frábært en uppruninn óviss. Skógasafn á nokkrar góðar tágakörfur, stórar
og smáar, bestar úr Vestur-Skaftafellssýslu, austan Sands. ein þeirra, af milli-
gerð, er komin frá Gerðum. Hún vitnar um fagurt handbragð og lítið vantar
víst á með það að hún sé vatnsheld, er hringlaga, 25 cm í þvermál efst, 17,5 cm
á hæð, kúpulaga að neðan. faglega hefur verið að verki staðið, byrjað á botni
með mjög grönnum tágum, gildna er ofar dregur. Gripurinn er um allt góður
fulltrúi fyrir forna og merka íslenska iðngrein. Karfan hafði lengi verið heim-
ilisgripur í Gerðum og Geir kunni ekki að greina uppruna hennar.
Mjólk í mat
Gömlu Gerðaheimilin hafa búið vel að öllu sem þurfti til þess að koma mjólk
í mat, sjálfbjarga með að smíða allt sem iðjan krafðist. frá Geir og Þórönnu er
komin skyrsían sem á engan sinn líka á Íslandi að því er ég best veit. Hún lá
hrein og þokkaleg uppi á loftinu í gamla bænum er mér var boðið að litast þar
um. Vel hafði verið frá henni gengið er hætt var að hleypa skyr til daglegra