Goðasteinn - 01.09.2011, Page 34
32
Goðasteinn 2011
nota rétt eftir 1940. Hún er ferkönt-
uð, földuð til beggja enda, 90 x 90
cm að stærð, ofin með mjög gisinni
vaðmálsvend úr hvítum togþræði,
dýrgripur á sínu sviði. Ég ætla að
hún sé ofin um 1910 - 1920, vitni
um fagurt handverk og aldagamla
hefð.
Hjá Þorgeiri á Arnarhóli fékk ég
gamalt, tré- og eirneglt mjólkurtrog,
hvað hlutföll varðar óvenjulegt að gerð, barmar 43,5 x 41,5 cm, botn 30 x 21
cm. Neðan á botninn er stórletrað th B. Þetta er fangamark Þorgerðar Brands-
dóttur í Gerðum, markvert vitni um merkingu búshluta, búrið var ríki kon-
unnar, ekki bóndans. Í Skógum er mjólkurtrog frá Selkoti undir eyjafjöllum.
Neðan á botninn er letrað G A,
fangamark Gróu Arnoddsdótt-
ur húsfreyju í Selkoti. Arnar-
hólstrog er verk Ólafs í Gerð-
um.
frá Gerðum og Arnarhóli
eru komnar bestu mjólkur-
bytt ur landsins, svo haglega
úr garði gerðar að ekki yrði
um bætt. Þær eru allar gyrtar
verklegum trégjörðum, saman-
settum með oddaróm og eir-
nöglum. Ég ætla þær frá ára-
bilinu 1860-1870 er þessi gerð
mjólkuríláta var að ryðja sér til rúms á Suðurlandi. fornleg, trégyrt skyrkyrna
frá Gerðum er 31 cm í þvermál, hæð frá botni 23 cm. Gjarðir eru þrjár. Hún
virðist áður hafa verið með eyrum, afsagaðir þykkir eyrnastafir, gagnstæðir,
vitna um það. Önnur skyrkyrna Skógasafns frá Gerðum er með alveg sömu
ummerkjum, aðeins ögn stærri, þvermál 32 cm, hæð frá botni 25 cm.
Skyrsía með vaðmálsvend ofin úr hvítum
togþræði. Gerðar í Landeyjum.
Ljósm. Hannes Pálsson.
Geir Gíslason og Þóranna Þorsteinsdóttir
frá Gerðum.