Goðasteinn - 01.09.2011, Qupperneq 35
33
Goðasteinn 2011
ennislauf
ekki þarf að fara í grafgötur með það að Gerðabænd-
ur og Gerðahúsfreyjur fyrri tíða hafa átt vönduð reiðtygi
og riðið við búin beisli bæja milli. fullgildan vott þess
sá ég í ennislaufi úr kopar sem Geir bóndi fékk mér í
hendur við eina heimsókn mína að Gerðum. Það er 10,7
cm á hæð, mesta breidd 5,4 cm. fagurt skrautverk skipar
gripnum í fremstu röð í fornri koparsmíði. Ás eða súla
gengur ofan frá niður um miðju, endar í skildi eða laufi.
Skrautvindingar hverfast til beggja hliða út frá miðju,
mynda hjartaform hið neðra, ferhyrning hið efra, allt
gert af íþrótt, smekkvísi og öruggri tilfinningu fyrir
formi og stíl. Þetta er listaverk sem gleður augað. Ég tel
gripinn frá 18. öld, jafnvel ekkert sem mælir gegn því að hann gæti verið kom-
inn frá búi Stefáns lögréttumanns í Skipagerði frá aldamótunum 1700. laufið
hafði lengi legið í geymslu í Gerðum, varðveitt fyrir fegurðar sakir. „Ég held
að þetta eigi heima á safni,“ sagði Geir.
Kvensvipur
Kvensvipa, karlmannssvipa. er það ekki hið sama? formið er í öllu hið sama,
stærðin ein skilur á milli. Kvensvipur voru litlar og grannar, hæfðu betur hendi
þess er bar. tvær Gerðasvipur eru í Skógum, báðar kvensvipur, ólíkar að efni
og gerð. Önnur þeirra var áður í eigu Guðrúnar Pálsdóttur frá eystra-fíflholti,
konu eggerts Jónssonar á Strönd. Þetta er nett, silfurbúin svipa, þríhólka, 23,5
cm á lengd, skaftið gert úr brúnum spansreir. Ég tel þetta smíði frá árunum 1850-
1860. Svipuólin er sér-
merk, gerð úr tveimur
ósútuðum ólaspottum,
stímuðum (brugðnum)
saman. Beislistauma
sömu gerðar má sjá í
Skógasafni. Hin svip-
an er meira fágæti og
að mun eldri, rennd úr
hvalbeini, slétt og felld og hnúður á enda. Hún er 17 cm á lengd og grönn að
sama skapi, dökk álitum og glansar á skaftið eftir handtök fyrri eigenda. Ég tel
hana tvímælalaust frá 18. öld, sé hana fyrir mér í hendi Valgerðar frá Strönd og
Þórhildar tengdadóttur hennar. Hún hlýtur að vera rennd í gömlu handsnúnu
Ennislauf frá Gerðum.
Hvalbeinssvipa frá Gerðum.