Goðasteinn - 01.09.2011, Page 36
34
Goðasteinn 2011
rennismiðjunni eins og kotrutölurnar 24 frá Gerðum. Skógasafn á aðra rennda
hvalbeinssvipu, mun stærri og bendir til karlmannssvipu, lengd 30 cm. Björn
loftsson fyrr bóndi á Bakka í landeyjum færði safninu hana að gjöf, nokkuð
laskaða og hefur verið úr bætt. Hún er greinilega mun yngri en Gerðasvipan,
að ætla má frá seinni hluta 19. aldar.
gramsað í gamalli kistu
Varðveisla þjóðminja var víða í lágmarki fram um miðja 20. öld. Ég heim-
sótti eitt höfuðsetur íslenskrar þjóðmenningar, Skálholt í Biskupstungum, árið
1956. Nýlokið var því verki að rífa gömlu fátæklegu kirkjuna og kirkjubrakið
lá í hrúgu í kirkjugarðinum, eitthvað af viðnum var víst úr kirkju Brynjólfs
biskups frá 17. öld. Þar lá og umkomulaus íslensk kista, smíðuð úr þykkum
borðum, hliðar, gaflar og lok,
hvert fyrir sig, úr einni fjöl.
Málning hafði hvergi nærri
komið. Greinilega mjög forn,
verkleg smíði, að líkum frá 18.
öld. fáeinir kirkjuviðir voru
teknir til Þjóðminjasafnsins,
annars var þetta haugamat-
ur eða eldsmatur. Minning
þessa vaknaði hjá mér til lífs
sumarið 1959. leið mín lá að
Gerðum og ég hvarflaði þar
að húsabaki og viti menn, var
þar þá ekki gömul kista, nærri
því eins að útliti og Skálholts-
kistan, umkomulausari en hún
ef nokkuð var. Nokkru áður
hafði hún verið borin út er
nýtt timburhús reis á grunni
gömlu baðstofunnar. Ég fékk
góðfúslega leyfi til að skyggn-
ast undir kistulokið ef þar væri eitthvað að sjá. fátt virtist þar eigulegt, þó
aldrei að vita og í gramsi mínu komst ég í færi við býsna fornlega rennismíði
hvalbeins, kotrutölur stórar og smáar, ýmist dökkar eða ljósar. Alls tíndi ég þær
upp 24, vantaði 6 á fulla tölu og teningana tvo, sem fylgja áttu. líklega var það
sem vantaði komið niður í moldina undir fúnum kistubotninum. Í bæjarrúst frá
Söðuláklæði frá Gerðum, glitofið.