Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 37
35
Goðasteinn 2011
16. öld undir Vestur-eyjafjöllum átti ég eftir að finna eina kotrutölu að öllu eins
og þær smærri í Gerðakistu og eina samsvarandi þeim stærri fékk ég úr fornum
húsamoldum á dyrhólum í Mýrdal. Kotrutölurnar frá Gerðum geta sem best
verið frá 16. eða 17, öld. Rennismíðin er mjög vönduð og með fullri vissu gerð
í fornu, handsnúnu rennismiðjunni. Vinur minn og velunnari, Guðni Gíslason
á Krossi, bróðir Geirs í Gerðum, undi við kotrutaflið í æsku. Hann mundi vel
gamla taflborðið og smíðaði eftirlíkingu þess, sem þarfnast þeirrar umbótar
að markaðir verði á taflreitir. Kotrutöfl hafa verið algeng fyrrum. Kotrutölur
úr tré hefi ég fundið í jörðu og leifar af einu góðu tafli frá Árkvörn í fljótshlíð
eru í Skógasafni.
upp úr Gerðakistu kom einnig góð málmspöng úr kopar, grafin gangala-
verki. Þar er letrað 18ÞJS54. Skammstöfun mannsnafns gæti þýtt Þorsteinn
Jónsson og ártalið er öruggt, 1854. Gröfturinn gæti sem best verið verk Guð-
mundar Pálssonar smiðs á Strönd í landeyjum. Skógasafn á eftir hann þrjá
góða hluti með gangalaverki, púnsausu Þorvalds Bjarnarsonar á Þorvaldseyri
frá 1876, tóbaksdósir Magnúsar sonar Guðmundar frá 1882 og gleraugnahús frá
Götu í Hvolhreppi með merkingu, 1888 SSS. Í einkaeign hjá konu í Reykjavík
sá ég forkunnarfagran blóðbíld í vönduðu hylki, verk Guðmundar.
Gamla kistan í Gerðum geymist í góðri minningu.
gerðaskápar
undir miðja 20. öld var flest hið gamla í sveitum á vegi þess að fara forgörð-
um í flóðbylgju nýrrar þjóðmenningar. Ýmsu var þá forðað frá glötun rétt á
síðustu stundu. Í sýningardeild landbúnaðar í Skógum er skápur rétt einstæður
í safnminjum. Glöggt man ég frá einni komu minni á Gerðum er ég sá forn-
legan smáskáp rísa þar upp við vegg utan dyra. Hann var kominn á vonarvöl,
lúinn, laslegur, rúinn að nokkru fyrri prýði. Hann var búinn að skila hlutverki
sínu sem gagnlegur búshlutur. Geir bóndi fagnaði því er ég lagði fölur á grip-
inn og hann var í för með mér austur að Skógum.
Málmsproti frá Gerðum, grafinn gangalaverki. Ljósm. Hannes Pálsson.