Goðasteinn - 01.09.2011, Side 38
36
Goðasteinn 2011
Skápurinn er 62 cm á hæð, 50 cm á breidd, með fjórskiptri spjaldahurð og
einni hillu. Strikaðir, trénegldir listar eru með brúnum. innan við þá, allt um-
hverfis, eru negldar formfagrar tréskífur, tígul- og hringlaga til skrauts. Nokkr-
ar höfðu glatast er fundum okkar bar saman. Skápurinn hafði verið málaður
í þremur litum, svörtum, hvítum og rauðum, nú að mestu förnum forgörðum,
þó nóg eftir skilið til þess að greina upphaflegt útlit. Af fullri virðingu fyrir
fornum, fágætum gripi þá endurbætti ég skrautverk og málningu. Án þeirra
aðgerða væri skápurinn nú lítilsverð hornreka í safngeymslu. Geir kvað skáp-
inn smíði Gísla Sigurðssonar bónda á Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi, föður Guð-
rúnar konu Guðna einarssonar í Gerðum. Þá skynjaði ég það að eitthvað hafði
hún sótt til föður síns í verkinu við að vefa glitskraut í áklæði og sessu. Gísli
var fæddur í Butru í fljótshlíð um 1784, sonur Sigurðar indriðassonar bónda
þar og konu hans, Guðrúnar Sæmundsdóttur.
Skógasafn á einn skáp í ætt við skáp Gísla á Moshvoli, smíði Jónasar Jóns-
sonar frá undirhrauni í Meðallandi, síðast bónda á Mið-Skála undir eyjafjöll-
um (f. 1854). Á hann voru negldar myndir manna og hesta skornar í tré. Ég
sá skápinn óspjallaðan hjá sonarsyni Jónasar árið 1941 í efri-Holtum undir
eyjafjöllum. Síðar plokkaði ættingi allar myndir af skápnum og flutti til Vest-
mannaeyja illu heilli, glataðar að því er ég best veit. Skápurinn er nú varðveitt-
ur í Skógakirkju, heilsar gestum þar innan við dyr. Skýrt far eftir hestsmynd
ofan við skáphurð minnir á fyrri prýði. Gerðaskápar eru þrír í Skógum. Annar
veggskápur fenginn hjá Geir og Þórönnu, heldur sér að flestu vel, nú veggfastur
við hlið Gíslaskáps. Hann er 48 cm á hæð, 49 cm á breidd, með tveimur hillum
og án hurðar frá upphafi, opið 35,5 x 28 cm. Skápurinn hafði verið málaður
svartur á framhlið, rautt strik með brúnum og grænt umhverfis op. Málning
var til muna farin forgörðum og er nú um bætt. Þriðji Gerðaskápurinn er kom-
inn frá Arnarhóli, úr búi Þórhildar og tómasar. Hann er tvímælalaust verk
Ólafs í Gerðum. Í dag hangir hann á gafli Arnarhólsbaðstofu í Skógum. Hann
er smíðaður úr furu og málning hefur aldrei nærri honum komið, framhlið 55
x 38 cm. Hann er með verklegri hurð á látúnshjörum og hefur verið skrálæstur.
Neðst er skúffa, endurnýjuð, sú gamla var horfin. Skápurinn sómir sér vel sem
safngripur.
Handrit
„Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði.“ Andleg iðkun var í góðu gengi í
Gerðum, sögur lesnar í heyranda hljóði á kvöldvökum og guðsorð einatt í önd-
vegi. Passíusálmahandrit þaðan hefur ekkert gildi hvað varðar texta en það er
fagurt vitni íslenskrar alþýðumenningar. Gnótt prentaðra Passíusálma var vítt