Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 44
42
Goðasteinn 2011
í verferðina morguninn eftir. „en ekkert hefði nú gert til þó að ég hefði skotist
aðeins upp í til hennar“ skaut hann stundum inn í frásögnina.
Hér má skjóta því inn í að vinnukonan sem tómas átti barnið með hét Sigríð-
ur eyjólfsdóttir (1859–). Sonur þeirra tómasar hét einnig tómas (1880–1948).
Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpu á Reyðarvatni og varð seinna húsa-
smiður í Reykjavík.
engjar voru takmarkaðar heima á Reyðarvatni og var all mikill heyskapur
sóttur í Grafarnes, undirlendi meðfram Hróarslæk að vestan, 2–3 km ofan við
Suðurlandsveg og úr landi eyðijarðanna Grafar og Grafarbakka sem lengi voru
að nokkru í eigu Reyðarvatnsbænda.
Sá háttur var hafður á við heyskap í Grafarnesi að Helgi fór á milli, en mann-
skapurinn lá að öðru leyti við. tveir kofar voru í engjastykkinu eða í nánd
við það, í öðrum svaf mannskapurinn og mataðist er eitthvað var að veðri,
en í hinum voru reiðtygi og reiðingsbúnaður geymd og var sá kofi gamall og
lasburða nokkuð. Komið var fram á haust þegar það gerðist sem hér segir frá
og gekk á með slæmum krapaslembrum. Sláttumennirnir fleygðu frá sér orf-
unum og hlupu í skjól inn í gamla kofann í verstu hryðjunum, en aldrei köstuðu
þeir þeim fyrr en tómas var búinn að henda sínu. Þá hlupu þeir inn í kofann
og var Tómas jafnan fyrstur. Kofinn var míglekur og pollur hafði myndast á
gólfinu. Einhverju sinni þegar Bjarni kom rétt á hæla Tómasi inn um dyrnar
hafði tómas tekið splunkurnýjan hnakk sem Bjarni átti og hékk á nagla uppi
í sperru, sett hann ofan í pollinn og sest á hann. Þá fauk heldur betur í Bjarna,
hann tók hnakk Tómasar sem einnig var þarna inni, fleygði honum í pollinn og
stappaði á honum. Rauk þá tómas upp og þeir tókust á, fyrst inni í kofanum, en
leikurinn barst út og urðu þeir svo vondir að þeir reyndu að koma hvor öðrum
í lækinn, sem rennur rétt hjá. Þetta gekk svo langt að öðrum vinnumönnum
leist ekki á blikuna og gengu í að skilja þá, en ætluðu ekki að geta haldið þeim.
Það tókst þó að lokum, en nýjar strigabuxur sem tómas var í fóru allar í hengla
og fór hann úr þeim og henti þeim í lækinn. „Þjónustan okkar var stundum að
spyrja hann hvað orðið hefði af strigabuxunum hans“ sagði Bjarni „en aldrei
sagði hann henni það.“ Best man ég þegar Bjarni var að segja Magnúsi í Skógs-
nesi þessa sögu. „Ekki hafið þið ætlað að drepa hvor annan?“ spurði Magnús.
„Það komst ekkert annað að“ svaraði þá Bjarni.
eftir þessi myndarlegu átök varð þeim tómasi og Bjarna aldrei sundurorða
og voru þeir góðir vinir síðan.
ein saga Bjarna var af hesti tómasar sem hann keypti í Reykjavíkurferð.
Varð hann samferða austur einhverju fólki sem hann ekki þekkti og tók þá