Goðasteinn - 01.09.2011, Page 46
44
Goðasteinn 2011
áherslu. „Hann er bara eins og teningur“ hugsaði hann, en ekki passaði það,
því að þessi var grár, en teningur svartur, en þegar hann kom nær, sá hann að
svo hafði hesturinn svitnað og freytt úr munnvikum hans yfir svitann að hann
sýndist grár, en var í rauninni teningur hans.
Ýmsir kannast við söguna af því þegar Guðrún týndi dóttursyni sínum ný-
fæddum á heimleið að Reyðarvatni. frásögn Bjarna í Króki af þeim atburði var
á þá leið að Guðrún hefði haft það fyrir vana þegar hún tók nýbura heim til sín,
að stinga þeim inn fyrir ytri kápuna og geyma þá þannig við barminn uns heim
var komið. Síðan þreif hún reifastrangann úr barminum þegar hún reið eftir
hlaðinu á Reyðarvatni og kastaði honum upp í húsasund. Í þetta skiptið fann
hún engan böggul með krakka í barminum og varð þá að orði: „Hver andskot-
inn, er ég búinn að týna krakkanum.“ Var þá í flýti hafin leit og fannst krakkinn
raunar strax á eystri bakka Reyðarvatnslækjar, en hann var talsvert hár og töldu
menn að böggullinn hefði hrotið úr barmi kerlu þegar hesturinn hóf sig upp á
bakkann.
drengurinn hét Böðvar Magnússon (1877–1966) og var seinna þekktur bóndi
á laugarvatni.
Ég held að Bjarni hafi fylgt Tómasi til grafar, a.m.k. man ég að hann var
að koma heim frá útförinni, ríðandi á gráum vagnhesti. Varla hefur hann þó
riðið honum austur að Keldum, en verið gæti að hann hafi farið í veg fyrir bíl í
Þjórsártúni. Hann taldi að væta hefði verið í gröfinni og þótti það mjög miður.
Ekki líkaði honum heldur að þegar búið var að moka ofan í gröfina kom einhver
aðvífandi og gusaði úr fullri vínflösku yfir leiðið. Má þó vera að það hafi verið
gert að fyrirmælum tómasar.
Margt fleira kunni Bjarni að segja frá sínum yngri árum og er hér aðeins
getið þess sem mér er best í minni.
ÖRUGG ÞJÓNUSTA
VARAhlUTAVeRSlUN
Björns Jóhannssonar
Lyngási 5 - 850 Hellu - Sími 487 5995