Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 56
54
Goðasteinn 2011
venja Jóns að standa mest í því starfi sjálfur, og varð honum minna
fyrir því en öðrum vegna þess, að hann var hverjum manni frárri á
fæti. Svo var fráleikur Jóns mikill, að hann hljóp uppi fráfærulömb,
enda var talið, að tekið hefði hann enginn hestur, meðan hann var
á léttasta skeiði.
Svo bar við haust eitt, að Jón vantaði í fyrstu skilarétt 9 gimbrar
gráblesóttar af fjalli. Voru þær allar eins litar, ljósgráar með hvíta
blesu í enni og því auðkenndar. Ekki átti Jón fleiri gimbrar með
þessum lit, og ekki vantaði fleira af fé hans. Þótti hvarf gimbranna
varla einleikið. taldi Jón þó víst að þær myndu koma fram í seinni
réttum um haustið. (GJ ii, 153-154)
Gimbrarnar skila sér ekki í seinni leitum og Jón leggur því land undir fót.
Hann fer margar ferðir um fjöll og firnindi, er oft 2-4 daga að heiman í senn en
hvílir sig á milli. Á jólaföstu býr hann sig enn af stað með nesti og nýja skó og
gerir ráð fyrir að verða hálfan mánuð í burtu. Hann kemur til baka eftir umræddan
tíma en er fátalaður um ferðir sínar. Menn þykjast þó skilja að hann viti um
verustað gimbranna. Næsta vor heldur Jón í lestaferð út á eyrarbakka en þar er
mikil ös og þurfa Jón og félagar hans að bíða lengi eftir afgreiðslu. Þeir veita
athygli manni sem stóð fyrir innan búðarborðið og ræddi við kaupmanninn.
Maður sá var mikill vexti og þreklegur, harður undir brún að líta og
þó eigi óþekkilegur. Stórt ör hafði hann yfir annarri augabrúninni.
Skegg hafði hann á vöngum. Þegar Jón kemur auga á mann þennan,
segir hann eins og við sjálfan sig, en þó stundar hátt, svo að heyra
mátti um alla búðina: „fagurt er í hlíðinni hjá þeim gráblesóttu
mínum núna.“ Við þessi orð var eins og fát kæmi á manninn.
Kveður hann kaupmanninn í skyndi og snarast út fyrir búðarborðið,
treður sér í gegnum ösina og til dyra. um leið og hann ruddist fram
hjá Jóni, sagði hann í lágum hljóðum, en fastmæltur: „Þú skalt ekki
bregðast ókunnuglega við, þó að þú fáir einhvern tíma litla sendingu
frá mér.“ undarleg þótti mönnum þessi orðaskipti þeirra kumpána,
en enga skýringu vildi Jón á þeim gefa. (GJ ii, 155)
enginn vissi deili á þessum manni sem hafði sagt kaupmanninum að hann
væri danskur og „hafði hann stillt svo til, að á stóðst úttekt hans og innlag, svo
að hönd seldi hendi“ og þurfti því ekki að skrá það sem útaf stóð. Ekki bar fleira
til tíðinda í þessari för né um sumarið en þegar komið var fram á jólaföstu var
Jón að koma neðan af Rangárvöllum og varð seinn fyrir, einn og fótgangandi.
tungl var á síðasta kvartili og bar því daufa skímu. Þegar Jón er
kominn nokkuð inn með Bjólfelli, skammt inn fyrir Stórastein, er