Goðasteinn - 01.09.2011, Page 57
55
Goðasteinn 2011
stendur undir háfellinu, spölkorn fyrir innan Haukadal, heyrir hann
grjóthrun í fellinu fyrir ofan sig og um leið er rekið upp gífurlegt
óhljóð. enga átti Jón von mannaferða á þessum slóðum og allra sízt
ofan úr felli. Verður hann því nokkuð hvumsa við, er hann heyrir
þetta, en heldur þó áfram ferð sinni sem ekkert væri. Rétt í sömu
svifum sér hann, hvar strákhnokki nokkur, að honum virtist, kemur
á bóg við hann ofan úr fellinu og stefnir í veg fyrir hann. Nálgast
hann óðum og von bráðar kemst hann fram fyrir Jón og snýr þegar
á móti honum. Náungi þessi var á stærð sem hálfvaxinn maður, en
ærið gildur á vöxt. ekki sá Jón móta fyrir klæðnaði á honum; var
sem glytti í skrokkinn, og andlit hans og höfuð var líkast því sem
gljáði á beran skalla. Verður nú fátt um kveðjur, og vill draugsi
þegar ráða á Jón. (GJ ii, 156)
Þetta verður ægilegur bardagi en Jón reynir hvað hann getur að hlaupa undan
draugnum og verst með broddstaf sínum. Erfiðast er að hann „var svo háll og
gljúpur viðkomu, að hann smaug jafnharðan úr höndum Jóni.“
Þar kom þó að lyktum, að Jóni tókst að hlaða honum og verða laus
við hann. Hljóp hann þá í ofboði heim til bæjar. Var hann þá sem
óður væri, stökk á bæjarhurðina og braut hana í spón. Öll voru föt
Jóns rifin í hengla en sjálfur var hann víða marinn og blóðugur. Lá
hann rúmfastur lengi á eftir, en náði sér úr því að fullu. Við draugsa
varð ekki vart eftir þetta, og var talið, að Jóni hefði tekizt að ráða
niðurlögum hans þarna.
Hekla og Eyjafjallajökull með Ölfusá í forgrunni. (Henry Holland)