Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 60
58
Goðasteinn 2011
kemur upp úr Rangárbotnum og drepur hund Jóns þegar hann hleypur geltandi
að henni. Jón tekst á við hana, verður ekki einhamur og segir „Þó að þú sért
sjálfur andskotinn, skaltu samt ekki sigra mig.“ Hann kemst að lokum heim
seint um nóttu, brýtur þrjár hurðir sem fyrir bæjardyrum voru, sem þó voru ekki
læstar, en segir aldrei nokkrum manni hvað hefur hent.
Jón Gíslason hefur einnig þekkt aðra gerð sögunnar. Þar er það stórvaxin
kona sem eltir Jón uppi við Bjólfell þar sem hann er í eftirleitum. Hún ræðst
á bónda og þegar hann finnur að hann á við ofurefli að etja, lokkar hann hana
fram á gilbarm og hún hrapar niður í gilið en hann lendir ofan á henni og lifir
því af. Hennar verður ekki vart aftur en hann nær aldrei fullum kröftum eftir
þetta.
Útilegumannatrú
eftir stendur svo spurningin; hvað kom fyrir Jón bónda? ekki er ástæða
til að draga í efa að hann hafi lent í áflogum og komið heim illa á sig kominn
en í skini rafmagnsljósa er hins vegar erfitt að ímynda sér átök við drauga
eða illar vættir. Litlar heimildir eru til um að útilegumenn hafi hafst við á
landmannaafrétti og því er nauðsynlegt að leita annarra skýringa. töluvert
hefur þó verið um mannaferðir á fjallvegunum milli V-Skaftafellssýslu og
Rangárvallasýslna enda ráku Skaftfellingar fé sitt fjallabaksleið syðri þegar
þeir voru á leið í kaupstað, til þess að þurfa ekki að fara yfir fljótin á láglendinu.
Alltaf hefur verið eitthvað um að fé Skaftfellinga og Landmanna hafi gengið
saman á afréttum og algengara mun hafa verið að fé Skaftfellinga rynni vestur,
en að fé Rangvellinga sækti austur, en svo er þess einnig að gæta að sum svæði
á afréttunum voru ekki smöluð skipulega fyrr en komið var fram á síðari hluta
19. aldar. (Bragi Sigurjónsson 1983, 162)4 Þá geta garpar eins og Jón ef til vill
hafa leitað lengra en venja var til í sínum eftirleitum. engar heimildir eru þó
um að Eyjólfur bóndi frá Skál hafi verið í þeim hópi og varla er líklegt að fé
frá Jóni hefði blandast fé bónda úr úr Mýrdal. Hins vegar er sennilegt að trú á
tilvist útilegumanna hafi valdið því að menn hikuðu við að ávarpa ókunnuga á
fjöllum. Oft greina heimildir frá því að menn hafi tekið á sig krók ef þeir urðu
varir við ókunna ferðalanga í óbyggðum. Í munnmælasögu sem Guðni Jónsson
skráði um hálfbræður Jóns, Brand og Berg frá Merkihvoli, er glöggt dæmi um
þennan ótta við ókunnuga á fjöllum. Þeir voru sagðir svo miklir kjarkmenn að
4 Bragi vitnar einnig (bls. 10) í Lýsingu Íslands eftir Þorvald thoroddsen um að
Skaftártungumenn hafi aldrei leitað Jökuldali við torfajökul né vestustu leitir sínar við
tungnaá fyrir 1850, og Jökuldalur eða Nýidalur í tungnafellsjökli þekkist ekki sem
leitarstaður fyrr en eftir 1846.