Goðasteinn - 01.09.2011, Page 62
60
Goðasteinn 2011
hafði Jörundur hundadagakonungur ríkt í Reykjavík. Trampe greifi hafði verið
Mackenzie og félögum hjálplegur og aðstoðað þá bréflega við að skipuleggja
leiðangurinn. Hann hafði dvalið í englandi um veturinn en danakonungur hafði
síðan kallað hann til Kaupmannahafnar til að gefa þar skýrslu um valdaránið og
var hann ekki kominn aftur þegar félagarnir þrír komu til Íslands. Þeir fengu því
leyfi til að búa í embættisbústað greifans.
frá Reykjavík héldu Bretarnir í nokkra stutta leiðangra, söfnuðu sýnishornum
af steinum og plöntum og upplýsingum af ýmsu tagi um landshagi og heilsufar,
teiknuðu híbýli manna, fólk og fatnað og ýmislegt annað sem fyrir augu þeirra
bar og afraksturinn var skrásettur í dagbækur þeirra og teiknibækur. Stundum
tjölduðu þeir á túnum bænda og oft gistu þeir í kirkjum, meðal annars hér í
Rangárþingi, í Kálfholti og á Stóruvöllum, en hér verður lýsingu á dagleiðinni
frá Kálfholti að Stóruvöllum 31. júlí leyft að fljóta með í þýðingu Steindórs
Steindórssonar:
Á flestum bæjum var fólk nú að heyvinnu, sums staðar var verið að
slá húsaþökin, en þau eru venjulega grösugustu blettirnir. Rigningar
og óstöðug veður undanfarna daga höfðu valdið miklum erfiðleikum
við heyskapinn, enda var heyið, sem víða lá flatt, bæði gulnað og
fúið. Þegar við komum upp á hæðardrag nokkurt, opnaðist fram
undan víðáttumikil slétta allt upp að rótum Heklu. Mestur hluti
þessa sléttlendis er þakinn hrauni en mikið af því er orpið sandi
og vikri. Presturinn á Stóruvöllum6 sagði okkur, að fyrrum hefði
hraun þetta verið algróið, en þrálátir stormar hefðu feykt burtu
jarðveginum og borið í það sand. Við sáum stuðlaberg utan í hæð
einni upp úr hrauninu.
6 Stefán Þorsteinsson (1762-1834) var prestur á Stóruvöllum 1794-1811 og prófastur
Rangæinga frá 1807.
Bærinn að Stóru Völlum árið 1810 (Richard Bright).
Þá bjó þar séra Stefán Þorsteinsson (1762-1834) prófastur Rangæinga