Goðasteinn - 01.09.2011, Side 65
63
Goðasteinn 2011
byggðafólkið eða stela fé bænda, og eiga þær það ekki skilið að
þeim sé trúað. (Holland 1960, 232-233)
Það er freistandi að álykta að Jón hafi verið heimildamaður þeirra en Holland
bætir við í neðanmálsgrein, heldur vantrúaður:
Maður, sem við sendum austur í Skaftáreldahraun eftir sýnishornum
af hrauninu, skýrði frá því við heimkomuna, að hann hefði rekist
á einn slíkan útilegumann. fyrir frásögn sína eignaðist hann bæði
hest og tjald í viðbót við laun sín. (Holland 1960, 233-234)
Því er svo við að bæta, að loftur bóndi í Nikulásarhúsum í fljótshlíð, faðir
fyrrnefnds Ólafs leiðsögumanns þeirra, hafði útvegað þeim sendimanninn
en í dagbókinni kom fram að afrakstur ferðar hans var frámunalega lélegur
og hölluðust félagarnir að því að hann hefði aldrei farið alla leið, heldur
einungis fært þeim hraungrýti úr nágrenninu „til að spara sér umstang og erfiði
ferðalagsins“. (Holland 1960, 251) Hins vegar má líka geta þess að áreiðanlegar
sagnir voru af útilegufólkinu Höllu og eyvindi sem höfðust við á Hveravöllum
aðeins nokkrum áratugum áður en þetta gerist og því var ótti Íslendinga við
útilegumenn ef til vill ekki svo fáránlegur.
að leiðarlokum
leiðangursmenn héldu frá Næfurholti 4. ágúst þegar þeir höfðu lokið erindi
sínu og Jón reið með þeim áleiðis að Hlíðarenda þótt það væri ónauðsynlegt því
Ólafur fylgdarmaður þeirra var þessari leið kunnugur.
en aumingja maðurinn var okkur svo þakklátur fyrir það kaup,
sem við höfðum goldið honum fyrir þjónustu hans, að hann varð
ekki fenginn ofan af því að veita okkur þessa þjónustu til viðbótar
(Holland 1960, 240-241).
Jón fær betri umsögn hjá Bretunum en flestir aðrir Íslendingar sem þeir
þurftu að skipta við og lokaorð Mackenzies um leiðsögumanninn sýna að hann
hefur staðið sig með ágætum:
Hinn 4. ágúst kvöddum við Heklu og hinn framúrskarandi
leiðsögumann okkar Brandsson. Hægt er að mæla með dugnaði
hans og greiðvikni við alla ferðamenn sem gætu þurft á þjónustu
hans að halda.8
Niðjar Jóns Brandssonar sem enn finnast víða í Rangárþingi mega því vera
stoltir af þessum hrausta og hetjulega forföður sínum.
8 …our exellent guide Brandtson, whose great activity, and obliging disposition, must
recommend him to all travellers who may have occasion for his services. (Mackenzie
1811, 252-25