Goðasteinn - 01.09.2011, Page 69
67
Ágætu Oddastefnugestir,
Við ætluðum að hittast í Skógaskóla í dag
bekkjarfélagar, sem lukum námi þar vorið
1957. Áformað var að snyrta og merkja okk-
ur trjáreit, sem er í litlum hlíðarhvammi ofan
við Byggðasafnið og taka þátt í Oddastefnunni,
sem þar átti að vera í dag einnig. Náttúruöflin
hafa tekið í taumana og vísað okkur í Gunnars-
holt. Þar er nú reyndar ekki í kot vísað, öðru
nær. Ég þakka fyrir að þessi minningastund
okkar mátti falla inn í Oddastefnuna og fyrir
hlýjar og rausnarlegar móttökur í Gunnarsholti.
tiltektin í plöntureitnum okkar bíður næsta
vors, þegar gosinu hefur linnt. Vorið 1987, þeg-
ar 30 ár voru liðin frá útskrift okkar, gróðursettum við 40 litlar birkihríslur frá
tumastöðum. Plönturnar voru, jafn margar og við. Reiturinn varð eftirmynd
af skólaspjaldinu. Hver og einn skyldi þekkja og bera ábyrgð á sinni plöntu.
Jarðvegur fyrir tré er grunnur, þegar svo hátt í brekku kemur. Samt hafa þau
hæstu vaxið úr 50 cm í 3 metra á 20 árum. Sumar plönturnar eru kræklóttar og
rýrar í roði, en fáar hafa tapast. tíminn hefur að sumu leyti farið með okkur
eins og plönturnar. Nestið, sem við fengum til lífsferðarinnar í Skógaskóla,
hefur gagnast vel, eins það, sem ekki var beinlínis á námsskrá t.d. dugn-
aður og kapp, stundvísi, hreinskiptni og heiðarleiki. Við erum bundin Skógum
Á Oddastefnu
í Gunnarsholti 8. maí 2010
Sigurður Sigurðarson dýralæknir
frá Oddastefnu 2010