Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 70
68
Goðasteinn 2011
sterkum böndum og þykir vænt um staðinn. Hópur, fullur bjartsýni, hélt út í
lífið frá Skógum í júní byrjun 1957. Vináttan var fölskvalaus og hefur enst vel.
Við höfum komið saman á fárra ára fresti á seinni árum. Það gaf tengslunum
aukna dýpt, hve ólík við vorum og hve uppruninn var misjafn: þrír Austur-
Skaftfellingar, fjórir Vestur-Skaftfellingar, níu Rangæingar, tveir Árnesingar,
einn úr Vestmannaeyjum, einn af Suðurnesjum, einn úr Kjós, sjö úr Reykjavík,
einn af Akranesi, einn úr Borgarfirði, tveir af Snæfellsnesi og átta frá Vest-
fjörðum. Kennararnir voru frá ýmsum landshlutum einnig: William thomas
Möller frá Siglufirði, Björn Guðnason úr Fnjóskadal, Guðmundur Jónasson úr
Flatey á Skjálfanda, Jón Jósep Jóhannesson frá Hofsstöðum í Skagafirði, Albert
Jóhannsson frá teigi í fljótshlíð, Jón einarsson úr Reykjavík, Þórey Kolbeins
af Seltjarnarnesi, Snorri Jónsson og kona hans Olga frá Siglufirði. Svo er Sig-
rún Höskuldsdóttir úr Bárðardal, Svanlaug Sigurjónsdóttur frá Seljalandi undir
eyjafjöllum að ógleymdum þeim Guðrúnu Hjörleifsdóttur af Kollsvíkurkyni
og Jóni Hjálmarssyni frá Bakkakoti í Austurdal, Skagafirði, skólastjórahjón-
um. Allt voru þetta úrvals kennarar, valinn maður í hverju rúmi. loks skal
nefndur Þórður tómasson, Austur-eyfellingurinn, sem var og er eldhugi, eilíf
uppspretta fróðleiks. Byggðasafnið óx og blómstraði í höndum hans og við
Skógamenn hrifumst af áhuga hans og eldmóði.