Goðasteinn - 01.09.2011, Qupperneq 71
69
Goðasteinn 2011
Sex úr bekkjarsystkinahópnum eru dáin. Við minnumst þeirra með söknuði
og hlýju. Fyrstur kvaddi okkur Knútur Óskarsson frá Höfn í Hornafirði árið
1973, sextán árum eftir útskrift, aðeins 33 ára gamall. Hann fórst með Birni
Pálssyni þeim fræga flugmanni, var aðstoðarflugmaður sjálfur. Á 20 ára afmæli
útskriftar frá Skógum 1977 sáðum við fræi í minningu Knúts í rofabarð upp
af bænum í ytri-Skógum. Sá sem lagði okkur til fræ og áburð er staddur hér
í salnum. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri! Við höfum aldrei þakkað
þér fyrir lipurðina og ljúfmennskuna, en gerum það hér. Steinbogatorfan er
nú falleg og gróin hlíð, ekki lengur torfa. Knútshlíð mætti kalla hana. tíminn
hefur líka grætt sárið í sálum okkar af missi Knúts. lífsglaður var hann, hjálp-
samur, hlýr og skemmtilegur og þótt hann væri þrunginn gáttlæti, fyrirgafst
honum allt. Næst kvaddi lífið í bílslysi árið 1991 yndisleg og vel gerð systir
okkar Sigurveig Helga Thorlacíus Jónsdóttir frá Patreksfirði deildarstjóri hjá
ríkisbókhaldi, en árið 1998 dó Birgir, loftskeytamaður, tvíburabróðir Knúts eft-
ir langvarandi baráttu við krabbamein, ætíð spilandi af lífsgleði eins og hann.
Ragnheiður Kristjánsdóttir frá Patreksfirði dó einnig 1998 af völdum krabba-
meins, heilsteypt og prúð kona. Árið 2001 dó Hrönn Viggósdóttir frá efri-Hrepp
í Borgarfirði eftir langa baráttu við krabbamein, sífelldur gleðigjafi í hópnum
okkar með sinn dillandi og smitandi hlátur og árið 2007 dó úr lungnabilun
Sigrún inga Sigurgeirsdóttir frá Selfossi, fædd í Móeiðarhvolshjáleigu, hlédræg
kona en hlý, sem lagði gott til allra mála. Neðan við reitinn okkar eru tré, sem
plantað var þakklátum huga til kennaranna okkar: Blessuð séu þau öll fyrir
leiðsögnina.
Frá Skógum má í einni sjónhending líta stórbrotna náttúru frá hafi til hæstu
fjalla og jafnframt skynja þau ógnaröfl, sem mótað hafa landið: brotsjói haföld-
unnar, stórsteina á víð og dreif um Skógasand og Sólheimasand frá stórflóði
fyrri tíma, ólguna í iðrum jarðar sem nýlega hefur opinberast í jarðeldi ofan við
fimmvörðuháls, öskuna frá eyjafjallajökli, sem hylur nú landið og býður eitur
og ógn búfénaði og óvissu um framtíðina fyrir búendur undir eyjafjöllum.
Á degi með öskufall og öskufjúk frá eyjafjallajökli um mánaðamótin apríl-
maí fór ég um Austurfjöllin, ók úr glaða sólskini inn í náttmyrkur á miðjum
degi þegar komið var austur að Steinum og inn í sólina aftur á Skógasandi.
ekkert myrkur er eins svart og öskumyrkur. Það var svört öskuhríð. Græna
slikjan sem verið hafði á jörðinni hvarf, drunur heyrðust frá eyjafjallaskalla.