Goðasteinn - 01.09.2011, Page 75
73
Goðasteinn 2011
andaðist á Móeiðarhvoli 1788. Kona Jóns
sýslumanns var Sigríður Þorsteinsdóttir og
hefur hún átt vin í Kaupmannahöfn sem
var Skúli thorlacius, lærdómsmaður mikill
og skólastjóri Metrópolitanskólans. Ég hef
undir höndum bréf sem hann skrifar Sigríði
13. apríl 1790 og stendur þar að steinninn sé
tilbúinn til sendingar til Íslands. Hann hafi
sjálfur valið englamyndirnar og fengið menn
til verksins sem hann hafi borgað vinnulaun
sem hann tilgreinir. Þetta hafi allt kostað
50 ríkisdali. Steinninn sé ódýrari en sá sem
gerður var til minningar um Árna biskup
Þórarinsson. Hann hafi kostað 60 ríkisdali
og hafi ekki verið eins góður og sá sem hann
hafi látið útbúa til minningar um Jón Jóns-
son. Grafskriftin á þeim steini hafi verið á
latínu en þessi sé á íslensku. „Men med alt
dette tror jeg, at stenen er en af de smarteste der i de senere tider er kommet til
island, ligesom prisen er forholdsvis moderat og taalelig.“
Svo þakkar hann Sigríði fyrir 2 fjórðunga smjörs sem hún hafi sent honum
og fyrir vaðmál og prjónavörur. Í staðinn sendir hann í innsigluðum fjórðungi
8 p. af kaffibaunum, 8 pund af hrísgrjónum, 6 p. af rúsínum, 4 pund af kúrenn-
um og 6 pund af sveskjum. Þetta eru væntanlega munaðarvörur þeirra tíma.
ii
Nú fer að verða tímabært að segja deili á bréfritaranum, Skúla thorlaciusi.
Hann var sonur Þórðar Brynjólfssonar thorlacius og fæddur að teigi í fljóts-
hlíð 1741. Hann varð stúdent frá Skálholti 1758 og kandidat í guðfræði 1765
og því næst í fjögur ár dekan á klaustri með ókeypis íbúð á Borchskollegii í
Kaupmannahöfn en það hlotnaðist aðeins þeim sem voru í miklum metum.
Árið 1768 varð hann meistari í heimspeki við háskólann. Stóð honum þá til
boða að ferðast til útlanda með tveimur norskum aðalsmannssonum og jafn-
framt ferðastyrkur af háskólans fé, en þar sem hann um sama leyti átti kost á
skólameistaraembætti við latínuskólann í Kolding, kaus hann heldur að taka
hinu síðara boði. eftir átta ára dvöl í Kolding var hann skipaður skólameistari
við frúarskólann í Kaupmannahöfn en það var talin veglegust skólameistara-
staða í ríkinu í þá daga og til hennar valdir þeir menn sem í mestu áliti þóttu
Sr. Skúli Skúlason prófastur,
afkomandi Jóns Jónsonar
sýslumanns,
prestur í Odda 1887-1918.