Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 78
76
Goðasteinn 2011
góður hákarl, bæði upp úr súr og hertur. Hann hefur beðið mig um að skila til
yðar, sem hann segir að sé gamall vinur sinn, að hann biðji yður fyrir alla muni
að útvega sér tvær tunnur af hákalli, önnur á að vera hert, en önnur á að vera
súr, og hákallinn á að vera góður fyrir alla muni.“ Og hákarlinn kemur. „Skúli
hefur beðið mig um að skila þakklæti, sem hann með kollegial iver og taktik
dikteraði mér um daginn, hann er nl. orðinn kopíisti í indenrigsministeríinu.
Á móti sendingu í haust tekur hann líka, svo skal ég með póstskipi skrifa
nákvæmar um það“. Og kópíistinn er svo stór maður að hann býðst til að borga
tunnurnar tvær með bók: „Sömuleiðis talaði hann um að hann útvegaði yður
t.a.m. einhverja bók sem yður langar til að eiga“. Þrátt fyrir þetta höfðinglega
boð virðist kópíistinn ekkert áfram um borgunina og láir víst enginn Árna
þótt hann ráðleggi Páli – með stakri hæversku – „smátt og smátt að draga sig
út úr þessum verslunarviðskiptum“. Það er svo heldur alls ekki víst hvort að
nokkurri bók hafi verið að ganga hjá þessum hákarlsunnandi kópíista – og síst
ef það er sá Skúli sem Gröndal nefnir alllöngu síðar í bréfi til Jóns forseta, er
hann segir: „Mikj’ assskoti er Skúli á rassinum! hann segist vera búinn að setja
allt – kápuna og gullhringinn – til föðurbróðurs“, þ.e. til „frænda“.“
Þess má að lokum geta að einn af niðjum Þórðar thorlaciusar var fyrsti
sendiherra dana hér á landi, J. e. Böggild. Að honum látnum var gefið út
minningarrit um hann og kemur þar fram að hann var stoltur af íslenskum
uppruna sínum.
iii
Þá er komið að því að gera grein fyrir Jóni Jónssyni sýslumanni sem hvílir
væntanlega undir legsteininum ef hann hefur ekki verið færður til.1 Hann var
kandidat í lögum 1768 og hafði þá verið all lengi í Kaupmannahöfn. Voru
þeir saman hann og Hannes biskup finnsson sem síðar varð tengdasonur hans.
Voru þeir um hríð herbergisfélagar, lögðu stund á að nema franska tungu og
töluðu frönsku sín á milli til þess að æfa sig að því að sagt er. Jón varð aðstoð-
arsýslumaður Rangárvallasýslu 1768 og fékk sýsluna 1785. Á sýslumannsárum
Jóns dundu yfir hin afskaplegu Móðuharðindi sem byrjuðu 1783 og nefnir Jón
Steingrímson hann lítillega í ævisögu sinni. en áður en Móðuharðindin dundu
yfir hafði fjárkláðinn leikið sýslubúa grátt og reyndu þeir sýslumennirnir Þor-
steinn Magnússon og Jón að bæta hag sýslubúa með því að fyrirskipa nið-
urskurð og telur ævisöguhöfundur Jóns sýslumanns að þessi fjárskipti hafi gert
gagn, sérstaklega með því að hindra að fjárkláðinn breiddist meira út austur á
1 legsteinn Jóns sýslumanns mun hafa verið fluttur til í kirkjugarðinum þegar viðgerð
fór fram á garðinum fyrir nokkrum árum.