Goðasteinn - 01.09.2011, Page 79
77
Goðasteinn 2011
bóginn og í Múlasýslur. Jón varð ekki mjög gamall maður því hann andaðist
1788 þá 48 ára að aldri.
iV
Það er yfirleitt lítið vitað um konur fyrri tíma jafnvel þótt þær hafi verið
giftar embættismönnum. undantekning frá þessu er Sigríður Þorsteinsdóttir en
ævisaga hennar er til á prenti. elsta dóttir þeirra Jóns sýslumanns og Sigríðar
var Valgerður Jónsdóttir sem fyrst var gift Hannesi biskupi finnssyni en síðar
Steingrími Jónssyni sem var prestur í Odda 1810 til 1824 er hann varð biskup.
Það kom í hans hlut að jarða tengdamóður sína í Oddakirkjugarði í maí 1824 og
hefur það verið eitt síðasta prestverkið sem hann framkvæmdi í Odda. Ævisag-
an er prentuð og á ég eintak af henni en hún er hin merkasta eins og vænta má
þegar Steingrímur biskup á í hlut.
Hann segir m.a. um tengdamóður sína: Sigríður sál. Þorsteinsdóttir var
meðalkvenmaður á hæð, öll grannvaxin, hvítleit í andliti og heldur toginleit,
augun falleg en þó döpur, andlitið sýndi sérstaka stillingu með blíðum alvar-
leika. Sálargáfur hennar voru ekki svo fljótskarpar sem þær voru farsælar,
greindar og stöðugar, hjartalagið sérdeilis hreinskilið, spakt, stillt, hógvært og
þolinmótt. Hún var ein hin tryggasta og trúfastasta manneskja sem aldrei lét
slitna vináttu og veitingar til þeirra er hún hafði að sér tekið eða þóttist eiga
gott upp að inna: Var ættrækin flestum framar, góðgjörða- og miskunnarsöm
við alla þurfandi, hún var í öllum kvenlegum handiðnum hin vandyrkasta og
um alla hluti hin reglubundnasta.
ekki veit ég hvort eitthvað er til af handarverkum Sigríðar Þorsteinsdóttur
en á Þjóðminjasafninu er til „sjónabók“ sem hún notaði. Þessi sjónabók – eða
fyrirmyndabók var á sýningu þar fyrir allmörgum árum og elsa e. Guðjónsson
mundi eftir henni þegar ég spurði um hana ekki alls fyrir löngu. Það má slá
því föstu að Steingrímur biskup fer með rétt mál þegar hann segir að hún hafi
verið hannyrðakona.
Þess má geta að Steingrímur var prestur í Odda á árunum 1810 til 1824 og
hefur þá kynnst fólkinu á Móeiðarhvoli. Sigríður andaðist 1824 eins og áður
segir og bjó mágkona hans, Ragnheiður Jónsdóttir þar og afkomendur hennar
allt til þessa dags.
V
Börn þeirra Jóns sýslumanns og Sigríðar Þorsteinsdóttur voru þessi eftir
aldri:
1. Valgerður Jónsdóttir. Var fyrri maður hennar Hannes biskup finnsson
og áttu þau saman fjögur börn og eru ættir komnar út frá þrem þeirra. er hún