Goðasteinn - 01.09.2011, Page 81
79
Goðasteinn 2011
Vii
Í ævisögu Jóns á Móeiðarhvoli, sem prentuð var árið 1794, er all ítarlega sagt
frá námi Jóns í Kaupmannahöfn enda var hann þar lengi eða um 8 ár. Ég ætla
að tilfæra hér kafla úr æviminningunni þar sem vikið er að þessu atriði:
„Svo lét hann sér ei nóg að vita lög og lagamáta, jafnt þeim sem lögfróð-
astir eru í því sem á Háskólanum er almennt kennt, heldur og lagði sig eftir að
þekkja manneskjuna af sagnaspeki, landstjórnarreglur og laganna uppruna og
eðli, svo hann því hæfilegri yrði til hverrar þeirrar embættisstéttar sem Guði og
konginum hefði eftirá þóknast hann í að setja, heyrði hann Collegium Privat-
issimum yfir eður lét sér innvirðulega kenna af sál. Justisráði og Professor
Schlegel þá aðferð, stílsmáta og snilli sem í sérhverjum embættisritum og er-
indagjörðum tíðkast, prýða og geta að notum komið. Má af því marka hvörsu
sál. sýslumaður Jón Jónsson stundaði fremur en flestir hans jafnaldrar, er þá
voru við háskólann, það sem loflegt og nytsamlegt var í lærdómsyðkunum, að
þá voru einir fimm sem þessa gagnlega yðju fyrir sig lögðu, hvörjir líka allir
að einum fráteknum er ei varð svo langra lífdaga auðið, komust til ypparlegra
embætta og urðu merkismenn“.
Þar sem Jón sýslumaður varð ekki nema 48 ára kemur hann ekki mjög við
landssöguna. Kona hans var einbirni og þegar hann dó var bú þeirra talið rík-
asta bú á landinu. Jón Steingrímsson getur hans lítillega í ævisögu sinni. Hann
segist hafa skorið upp og grætt brjóstamein á konu hans. Hann getur hans
loflega þótt hann telji hann ekki hafa stutt sig nægilega í kæru yfirvaldanna út
af meðferð hans á hjálparsjóðnum. Hann telur hann þó merkismann.
Í Sýslumannaævum er honum lýst svo að hann hafi ekki verið dáfríður
maður, nokkur vinur að ölföngum og ríkastur sýslumanna á sinni tíð.
Prentaðar heimildir
Jón Helgason: Íslendingar í danmörku fyr og síðar. Rvk. 1931.
Björn th. Björnsson: Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn. Rvk. 1961.
Johannes erhardt Bøggild. et mindeskrift. Kbh. 1937.
Útfararminning… æfisögur Helga Sigurðssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur. Rvk. 1870.
lífssaga Jóns Jónssonar forðum sýslumanns í Rangárvallasýslu … Kbh. 1794.