Goðasteinn - 01.09.2011, Page 95
93
Goðasteinn 2011
í „nýju“ brúna sem byggð var árið 1991. Þó voru komnir til sögunnar, þegar
garðurinn var byggður, litlir vörubílar er báru eitt til eitt og hálft tonn af grjóti
sem var hlaðið með handafli á þá en jarðýturnar voru ekki komnar til verka.
Grjótið var tekið úr Stóru-dímon. Þann 16. apríl 1934 skrifuðu 30 verkamenn
er unnu við garðinn bréf til atvinnumálaráðuneytisins og fóru þess á leit að fá
þá þegar 10 aura kauphækkun á klukkustund. Ráðuneytið gekk síðan munn-
lega frá því við vegamálastjóra að þeir fengju 5 aura hækkun. Segja má að með
þessum framkvæmdum hafi verið staðfest sú ákvörðun að veita Markarfljóti frá
fljótshlíðinni á lönd Merkurbæjanna og dalstorfujarðanna.
Á næstu tveim áratugum voru byggðir garðar undir Vestur-eyjafjöllum til
varnar þjóðvegi og bæjum í Dalstorfunni, einnig garðar norðvestan við fljótið til
varnar Hólmabæjunum. Árið 1936 var síðan haldið áfram við að tryggja rennsli
fljótsins undir brúna og var
byggður 1150 metra lang-
ur garður norðan við Stóru-
dím on. Þar næst var Álagarð-
urinn byggður og svo hillti
undir að vesturhluti fljóts-
hlíðarinnar yrði varinn fyrir
ágangi fljótsins þegar Háa-
múlagarðurinn var byggður
árið 1939. Affallsgarður inn
var svo byggður árið 1945 og
var þá langt komið með að ná
samfelldum görðum frá Háa-
múla í fljótshlíð að Stóru-
dímon. Árið 1946 var loks
byggður 640 metra garður
inni við Þórólfsfell og varði
hann að mestu bæina innst í
fljótshlíð.
Gerð varnargarða tók stakkaskiptum þegar stórvirkar vinnuvélar komu til
landsins, bæði hvað varðaði framkvæmdir og stærð þeirra. Hönnun garðanna
hefur einnig þróast frá því að vera þvert á rennslisstefnuna í að stýra henni í
ákveðna farvegi.
Með lögum um fyrirhleðslur árið 1979 var landgræðslunni falið forræði á
þessum málaflokki þar sem fallvötn ógnuðu gróðurlöndum og mannvirkjum,
öðrum en samgöngumannvirkjum. Mikið og gott samstarf hefur alla tíð verið
Mokað á L-25, Ford árgerð 1930 sem Auðunn
Ingvarsson í Dalsseli átti. Kverkin í baksýn og
grjótnáman, en grjótið var flutt í Seljalandsgarðinn.
Árið er 1939. Frá vinstri: Einar Auðunsson, Sigurður
Sæmundsson, Pálmi Eyjólfsson, sem kastar einhverju
upp í loft, en maðurinn handan bílsins er óþekktur.
Líklega er Hafsteinn Auðunsson í bílnum. Eigandi
myndar: Hálfdan Ómar Hálfdanarson.