Goðasteinn - 01.09.2011, Side 97
95
Goðasteinn 2011
hefur viðhald þeirra verið mikið, þeir hafa verið styrktir og hækkaðir því mikið
er í húfi. Ef þeir bila getur fljótið valdið miklum skaða á gróðurlendum, sam-
göngumannvirkjum og öðrum mannvirkjum.
Þegar gerð Markarfljótsbrúarinnar, sem byggð var árið 1991, var í undirbún-
ingi var vatnasvið Markarfljóts hæðarmælt og kortlagt. Nú er í skoðun að mæla
að nýju til að sjá breytingarnar sem orðið hafa á farveginum við jökulhlaupið
og framburðinn undan Gígjökli í eldgosinu í apríl 2010.
grjótnám
Þegar á heildina er litið er ekki um auðugan garð að gresja þegar leitað er
eftir hentugu grjóti á alla þessa varnargarða hvað varðar gæði, aðgengi og lengd
náma frá framkvæmdastöðum. Beggja megin fljótsins eru móbergshryggir
með linu móbergi og eða þursabergi sem hentar ekkert sérstaklega í grjótkápur
sem standast eiga átök fljótsins. Í þessum móbergshryggjum eru þó blágrýtislög
sem vinna má grjót úr til að nota á garðana. Náttúrufegurð er mikil á þessum
slóðum og því ekki auðvelt um vik að opna grjótnámur sem skaða ekki ásýnd
landsins. Nú síðast var opnuð
stór grjótnáma í Seljalandsheiði
vegna landeyjahafnar en þar
fannst mjög þungt úrvalsgrjót,
svokallað ankaramít. Jón Jónsson
jarðfræðingur lýsti þeim fornu
hraunlögum í skrifum sínum.
Grjótið, sem notað hefur verið
í öll þessi mannvirki, hefur fyrst
og fremst komið úr tíu námum.
fyrst var það tekið í Setbergi í
Seljalandsmúla og síðar í Kverk-
inni norðan múlans. Mikið grjót
var tekið úr norðvesturhorni
Stóru-dímonar á fyrri hluta síð-
ustu aldar. tvær námur eru í inn-
anverðri fljótshlíð, við Árkvörn
og Barkarstaði. Þessum fimm
námum hefur verið lokað vegna
umhverfissjónarmiða. Grjót hefur verið numið úr námu á Klöppum sunnan við
Fauskheiði á Fljótshlíðarafrétti á garða við ofanvert Markarfljót og einnig flutt
yfir fljótið og notað á garð við Húsadal og á garða og bakkavarnir við Krossá.
Jarðýta og vörubíll
Unnið að Streitnagarði sumarið 1946. Frá vinstri:
Ólafur Grímsson (f. 20.12. 1923), við hlið hans
stendur líklega Árni ýtumaður, ættaður úr Árnes-
sýslu, bíllinn er L-7 í eigu Hálfdanar Auðunssonar
á Seljalandi, og ýtan er Allis Chalmers víravél
með dísilvél, frá Ræsi hf., sem Vegagerðin átti og
Ágúst Þorsteinsson (f. 31.08. 1921) var á.
Eigandi myndar: Hálfdan Ómar Hálfdanarson.