Goðasteinn - 01.09.2011, Page 98
96
Goðasteinn 2011
lítillega hefur verið tekið af grjóti í Þórólfsfelli og úr skriðum í langanesi.
Mest hefur þó verið tekið af grjóti úr Stampagili í Neðra-dalsheiði neðanverðri.
Náman á Kattarhrygg vestur af Stórhöfða í Seljalandsheiði bættist svo við árið
2008 og gríðarlega mikið magn hefur verið flutt þaðan með stórvirkum vinnu-
vélum og nýtt við gerð landeyjahafnar. Afgangsgrjót úr námunni hefur einnig
nýst við varnaraðgerðir við Markarfljót. Þessari námu má alls ekki loka að svo
stöddu vegna einstakra gæða grjótsins, þó harðsótt sé að nálgast það.
gerð og lögun garðanna
Nær allir garðarnir við Markarfljót eru byggðir upp af jökulaurnum í og við
stæði þeirra. undantekningar eru fyrirhleðslurnar við Hólsá en þar var mýr-
arsnidda, hrís og grjót aðallega notað í garðana. Bakkavarnir þekkjast einnig á
síðari árum og eru aðallega ofan við gömlu brúna í landi Merkurbæja. Við gerð
hefðbundins garðs í dag er möl fyrst ýtt upp í að minnsta kosti tveggja metra
hæð frá árbotninum og breiddin höfð fjórir metrar að ofan með hallanum 1:2.
Því næst er grafinn tveggja metra djúpur skurður í árbotninn til að koma grjót-
kápunni þar niður. Grjótkápan er yfirleitt 0,6 metrar á þykkt. Flestir garðanna
eru beinir með samfelldri grjótkápu, en fyrsti Seljalandsgarðurinn var með
straumbrjóta utan á þunnri kápu til að bægja straumþunganum frá garðinum. Á
síðustu árum hafa einnig verið byggðir langir varnargarðar með straumbrjótum
út frá bakgarði. Hausinn á straumbrjótunum er kyrfilega grjótvarinn á svipaðan
hátt og lýst er hér að ofan en bakgarðurinn er ekki grjótvarinn. Hálsinn, þ.e.
garðurinn frá bakgarðinum að grjóthausnum, er ekki heldur grjótvarinn. til-
gangurinn með þessari gerð varnargarða var að spara grjótið sem þurfti á þá en
það er langdýrasti þátturinn í byggingu þeirra.
Flóð í Markarfljóti
Síðan ísöld lauk hafa orðið mörg flóð og hamfarahlaup í Markarfljóti, flest
tengd eldgosum í Mýrdalsjökli og eyjafjallajökli. Sú merka saga verður ekki
rakin hér en lítillega skal þó minnst á hlaupin sem komið hafa á dögum okkar
sem nú byggjum landið.
Steinsholtshlaupið varð 15. janúar 1967 en talið var að það hafi verið um
2.100 m3/sek sem er mjög svipað vatnsmagn og varð í eyjafjallajökulshlaup-
inu 14. apríl 2010. um miðjan janúar hafði verið mjög hlýtt í nokkra daga og
asahláka með mikilli rigningu, til dæmis 68 millimetra úrkoma á Sámsstöðum
þennan dag. Mjög mikið vatn var því í Markarfljóti og við þær aðstæður féll stór
bergspilda úr innstahaus í lónið. Við það kom gríðarlegt gustshlaup úr lóninu
í Markarfljót og talið var að hlaupvatnið hefði numið um 1,5 til 2,5 milljónum