Goðasteinn - 01.09.2011, Page 111
109
TÆKNIN LEGGUR LIÐ
Sumarið 1939, unnið við Seljalandsgarðinn. Sigurður Sæmundsson frá Stóru-Mörk
stendur uppi á pallinum, em hinir eru óþekktir. Bíllinn er L-26 í eigu Hálfdanar Auðuns-
sonar. Horft til norðurs og Fljótshlíðin í baksýn.
Unnið að Streitnagarði sumarið 1946. Frá vinstri: Líklega Árni ýtumaður (föðurnafn
óvisst), ættaður úr Árnessýslu), þá Ólafur Grímsson (f. 20.12. 1923) og á ýtunni stendur
Ágúst Þorsteinsson (f. 31.08. 1921). Bíllinn er L-7 í eigu Hálfdanar Auðunssonar á Selja-
landi, og ýtan er Allis Chalmers víravél með dísilvél, frá Ræsi hf.
Mynd tekin í grjótnámu í Þórólfsgljúfri 1945 eða 1946. Jóhann Jónasson á Brú við Markarfljót er kranastjóri, bíllinn er L-7 í eigu
Hálfdanar Auðunssonar.
Við Seljalandsgarðinn. Bíllinn er L-26, Ford 1930, í eigu Hálfdanar Auðunssonar, sem
stendur við bílinn, en hinir eru óþekttir. Fagrafell í baksýn.
Að neðan:
Vegagerðarskúr reistur við Varmahlíð 1939
eða 1940. Í miðju fremst er Guðmundur
Sæmundsson, frá Stóru-Mörk, hinir óþekktir.
Mynd tekin í Kverkinni við Seljalandsmúla 1939. Grjótið var undið upp með handafli
og síðan var bíl bakkað undir og það látið síga niður á pallinn. Lengst til hægri stendur
Sigurður Sæmundsson frá Stóru-Mörk, en hinir eru óþekktir.
Þessar myndir eru úr fórum
Hálfdanar Auðunssonar, bónda á
Seljalandi. Þær eru teknar á
árunum 1939-1946.
Tæknin hefur hér haldið innreið
sína, vörubíll, jarðýta og krani
létta verkamönnunum störfin frá
því sem var.
Eigandi myndanna er Hálfdan
Ómar Hálfdanarson.
9