Goðasteinn - 01.09.2011, Page 112
110
Í landnámu segir frá því er Ketill hængur nemur
land á Suðurlandi. Þar segir m.a.: „Hér hefr landnám
í Sunnlendingafjórðungi, er beztr er landkostr á öllu
Íslandi ok ágætastir menn hafa byggt, bæði lærðir
ok ólærðir. Austfirðir byggðusk fyrst á Íslandi, en
á millim Hornafjarðar ok Reykjaness varð seinst
albyggt; þar réð veðr og brim landtöku manna fyrir
hafnleysis sakir ok øræfis.“1 Ketill kom sunnan að
landinu og fór vesturfyrir, eins og segir í eglu, sök-
um hvassviðris og brims. Þar kemur þó, að veður
og brim lægði og hann og fylgdarlið koma að Rang-
árósi. Hinn fyrsta vetur dvaldi hann og hans fólk fyrir utan Rangá hina ytri. um
vorið ól Ingunn son þeirra er Hrafn hét. En um þær mundir voru þau að flytja
að Hofi þar sem bú þeirra skyldi standa, voru því húsin vestan Rangár ofan tek-
in en staðurinn síðan kenndur við hinn nýfædda dreng og nefndur Hrafntóftir.2
„Ketill nam öll lönd á milli Þjórsár ok Markarfljóts; þar námu síðan margir
göfgir menn með ráði Hængs. Ketill eignaði sér einkum land milli Rangár ok
Hróarslækjar, allt fyrir neðan Reyðarvatn, ok bjó at Hofi.“3
1 Íslendingabók, Landnámabók seinni hluti. Jakob Benediktsson gaf út.
Hið íslenzka fornritafélag (Reykjavík 1968), bls. 337.
2 Egils saga Skallagrímssonar. Búið hefur til prentunar Vald.
Ásmundarson (Reykjavík 1901), bls. 56-57.
3 Íslendingabók, Landnámabók seinni hluti, bls. 347.
Hella
saga og samfélag
Ingibjörg Ólafsdóttir
frá Oddastefnu 2010