Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 113
111
Goðasteinn 2011
landnáma segir Hrafn Hængsson fyrstan hafa sagt upp lög á Íslandi og egla
segir hann fyrsta lögsögumanninn, en í Íslendingabók Ara fróða kemur fram
að Ari telur Úlfljót, þann er Úlfljótslög eru kennd við, fyrstan lögsögumanna.
Samkvæmt tímatali Ara tekur Hrafn við lögsögu um 930 þá er Alþingi er talið
stofnað.4
Hér hefur í örfáum orðum verið rakið það fyrsta sem við vitum um búsetu
hér á Rangárvöllum, en hin litríka saga skilur ekki við svæðið þótt landnáms-
menn hverfi af sviðinu. Leið ekki á löngu þar til sveitin varð hluti sviðsmyndar
hinna dramatísku atburða Njálu. Sögustaðir hér eru meðal hinna frægustu á
landinu, og væri hægt að hafa langa tölu í viðleitni til að gera þeim einhver
skil. en ekki verður nánar farið út í þá sálma hér. Kynslóðir koma og kynslóðir
fara.
Yfir Rangárvöllum gnæfir Hekla, drottning sunnlenskra fjalla. Oftast í værð
sem þó gat breyst í hamslausan ofsa sem engu eirði. Slík ógn gekk nærri blóm-
legum byggðum. Með tímanum lögðust grösug tún og beitilönd undir sanda
og gjósku. Býli lögðust í eyði eða voru færð til. líkt og ekki væri nóg að gert,
skóku jarðskjálftar héraðið harla oft og lögðu þannig sitt lóð á vogarskálarnar
til eyðileggingar býla og lífsafkomu manna. Að auki lögðu menn sjálfir nokkuð
til eyðileggingarinnar, og þá helst með vetrarbeit og með því að ganga of nærri
skógum. Það var ekki fyrr en með stofnun Sandgræðslunnar 1907, sem frá
árinu 1965 kallast landgræðslan,5 og skógræktar að manninum tókst að spyrna
við fæti í eilífri glímu sinni við náttúruöflin hér um slóðir. Þá er ótalin land-
græðsla einstakra bænda fyrir þann tíma eins og t.d. á Keldum.
Bættar samgöngu á landi voru mikið hagsmunamál Sunnlendinga, Rang-
árvallasýsla var hvað verst sett vegna hafnleysis hennar en segja má að öll
ströndin sé einn reginsandur og ólgandi brim þar fyrir utan. ekkert sjávarþorp
gat því myndast og urðu allir aðdrættir óhemju erfiðir fyrir tíma vega- og brú-
argerðar. Verslun urðu íbúar sýslunnar að sækja til eyrarbakka, Reykjavíkur og
jafnvel eitthvað suður með sjó. Erfitt er fyrir nútímamenn að ímynda sér það
vos og volk sem menn urðu að leggja á sig í slíkum ferðum sem gátu tekið frá
viku að hálfum mánuði. Farið var yfir vegleysur og illfær sundvötn. Ennfremur
voru þó nokkur samskipti við Vestmannaeyjar sérstaklega af hálfu eyfellinga
og Landeyinga, oft við mjög erfiðar aðstæður vegna brims og sands.
Brýrnar yfir Ölfusá 1891 og Þjórsá 1895 mörkuðu djúp spor í framfarasögu
Sunnlendinga. Þó brýrnar kæmu voru vegirnir ekki alfarið gerðir samtímis
4 Íslendingabók, Landnámabók seinni hluti, bls. 9.
(Úlfljótur hefur líklegast verið lögsögumaður í Kjalarnesþingi).
5 landgræðslan. Ágrip af sögu landgræðslunnar. Sótt á vef 5. maí 2010.