Goðasteinn - 01.09.2011, Page 115
113
Goðasteinn 2011
lárusi í 3 ár og svo í Öxl í Þingi í 3 ár. Árið 1916 kaupir hann tvær efstu jarð-
irnar í flóa óséðar; Skálmholt og Skálmholtshraun.10 lárus í Grímstungu bróðir
Þorsteins segir frá því í æviminningum sínum hvernig rekstur búfjárins gekk
suður um haustið, og að það hafi verið síðasti slíkur rekstur yfir hálendið.11 ekki
þótti Þorsteini aðkoman björguleg sunnan heiða; húsakostur ónothæfur, svo að
hann þurfti að leigja hús næstu jarðar, á Þjótanda. Að auki búnaðist honum
þar illa, þar sem jarðirnar stóðu ekki undir væntingum. Úr varð að hann seldi
fossafélgi einars Benediktssonar jarðirnar og keypti Vetleifsholt og ¼ hluta úr
hjáleigu þess Götu.12
fáum árum eftir komu Þorsteins í Vetleifsholt missir hann heilsuna um tíma,
eftir að hafa unnið við gerð fyrirhleðslunnar í djúpósi.13 Af þeim sökum lagði
hann fyrir sig kaupskap, þótt honum væri það þvert um geð, þar sem búskapur
átti hug hans allan. fyrst hafði hann verslunaraðstöðu í skála sem áður hafði
verið rjómabú á Rauðalæk. Síðan er það að Þorsteini bauðst verslunarlóð
endurgjaldslaust vestan ytri-Rangár. Hann var hins vegar ákveðinn í að reisa
verslun sína austan brúarinnar á smá spildu úr landi Helluvaðs, því eins og hann
10 Íslendingabók, Landnámabók seinni hluti, bls. 198.
11 Lárus í Grímstungu. Æviminningar Lárusar Björnssonar bónda í Grímstungu
í Vatnsdal. Gylfi Ásmundsson bjó til prentunar (Akureyri 1981), bls. 47-49.
12 Þorsteinn Björnsson, viðtal fyrri hluti, Tíminn Sunnudagsblað, 5. mars 1967, bls. 198.
13 Sama, bls. 200.
Kemur mynd frá Hellu
Horft norður aðalgötuna á Hellu, líklegast árið 1965.