Goðasteinn - 01.09.2011, Page 117
115
Goðasteinn 2011
Rangárvallasýslu, helst orðaðir við Sjálfstæðisflokkinn, sem stóðu að stofnun
þessa kaupfélags. Margir bændur sýslunnar komu að stofnun þess en of langt
mál yrði að telja þá alla hér. Þó má minnast á þá er mynduðu fyrstu stjórnina;
Guðmund Þorbjarnarson á Stóra-Hofi, formann, Skúla Thorarensen á Móeið-
arhvoli, varaformann og ritara Guðmund erlendsson Núpi, Gunnar Runólfs-
son, Syðri-Rauðalæk og lárus Á. Gíslason Þórunúpi. endurskoðendur voru
séra erlendur Þórðarson í Odda og Bogi thorarensen í Kirkjubæ.18 fyrsti fram-
kvæmdastjórinn eða kaupfélagsstjórinn var ingólfur Jónsson og er ekki úr vegi
að geta hans nokkuð nánar, þar sem hann er sá maður er helst hafði áhrif á
mótun og þróun byggðar á Hellu.
ingólfur á Hellu eins og hann var jafnan kallaður, var fæddur 15. maí 1909 í
Bjóluhjáleigu. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins Þórs frá stofnun þess
1935 til 1963, og stjórnarformaður eftir það til dauðadags 18. júlí 198419. Hann
fór fyrst inn á þing sem uppbótarþingmaður á sumarþingi 1942 en var svo kos-
inn sem 2. þingm. Rangæinga frá 1942-1953 og 1. þingm. Rangæinga frá 1953
til 1959, og 1. þingmaður Sunnlendinga frá 1959. Hann var viðskipta- og iðn-
aðarráðherra frá 1953-1956 , auk þess að fara með heilbrigðismál, flugmál, og
póst- og símamál. landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra var hann frá 1959
til 1971.20 Á Alþingi sat hann til 1978.
Kaupfélagið byggðist hægt upp í fyrstu, varlega var farið í sakirnar, enda
fjárráð lítil. Þegar Kristinn Jónsson bróðir Ingólfs flutti til Hellu árið 1939 með
fjölskyldu, byggði hann fysta íbúðarhús þorpsins, Brúarland, en fyrir var ein-
ungis húsakostur sá er keyptur hafði verið af Þorsteini en byggð hafði verið
sölubúð við verslunarhús hans og vörugeymsla að auki.21 Það er svo ekki fyrr
en 1942 að annað íbúðarhús þorpsins rís, sem kallað var Helluland, en þar voru
á ferð Árni Jónsson sem kom úr landeyjum og kona hans Jakobína erlends-
dóttir með son þeirra nokkra mánaða. 1943 kemur þriðja húsið, eyrarland.22
Árið 1944 eru skráðir íbúar á Hellu 43 og höfðu þá tvöfaldast frá árinu áður og
íbúðarhúsin orðin átta.23
lengst af er Rangárvallahreppur alfarið bændasamfélag og hreppsnefndin
þar af leiðandi skipuð bændum. en þegar fjölga fer á Hellu taka áherslur að
18 Kaupfélagssafn í Sögusetrinu á Hvolsvelli. fundargerðabækur Kaupfélagsins Þórs.
19 Sama.
20 Jón Þorgilsson. „ Í fararbroddi“. Hella 50 ára, afmælisdagskrá. Rangárvallahreppur
1977, bls. 31.
21 Kaupfélagssafn í Sögusetrinu á Hvolsvelli. fundargerðabækur Kaupfélagsins Þórs.
22 Þ.Í. Kirknasafn. Oddi á Rangárvöllum. BC 18. Sóknarmannatal 1934-1942.
23 Þ.Í. Kirknasafn. Oddi á Rangárvöllum. BC 19. Sóknarmannatal 1943-1952.