Goðasteinn - 01.09.2011, Side 118
116
Goðasteinn 2011
breytast. Þá kemur upp sú staða að leysa þarf mál á forsendum þéttbýlis, svo
sem eins og lagningu frárennslis og vatnsveitu. Þar höfðu bændur það viðhorf
að þorpsbúinn gæti bara leyst þessi mál eins og bændur þ.e. að hver sæi sjálfur
um sig, en það væri ekki sveitarfélagsins að hafa áhyggjur af slíku.24 Þessi við-
horf viku smám saman m.a. með setu Hellubúa í hreppsnefnd, en sá fyrsti var
kosinn 1946.25 Auðvitað tók það sinn tíma að sætta ólík viðhorf þéttbýlis og
dreifbýlis. Sem dæmi um slíkan viðhorfsmun, er að einn hreppsnefndarmað-
urinn talar um, árið 1944, að fólkið sem byggi á Hellu, hafi einungis lítinn reit
til að reisa hús sín á, en gera megi ráð fyrir að það þurfi einhverjar slægjur fyrir
að minnsta kosti eina kú.26 Svipuð viðhorf komu fram hjá einum stjórnarmanni
kaupfélagsins þegar hann talar um það, sama ár, hvort ekki væri ástæða til að
stemma stigu við flutningi fólks til Hellu sem byggi hús á þeirri litlu lóð sem
kaupfélagið hefði til umráða.27 Þetta sjónarmið kann að virðast hlálegt nú en er
skiljanlegt í samhengi þess tíma. Nákvæmlega sömu viðhorfa gætti á frumbýl-
ingsárum í Reykjavík og á Akureyri og svo sem í hvaða þéttbýli sem er.
Í fundargerðabókum kaupfélagsins, sést hvernig bændur ráða ráðum sínum
um framtíð þessa félags síns og þar með þessa vaxandi þéttbýlis, þetta fyr-
irtæki sem byggt er upp af þeim til að þjónusta sveitirnar og landbúnaðinn,
með Ingólf vakinn og sofinn við stjórnartaumana. Á virkum dögum var hann í
Reykjavík vegna þingsins og ráðherrastarfa en kom austur um helgar til að líta
yfir reksturinn og leiðrétta það sem hann taldi að betur mætti fara. Hagnaður fór
að mestum hluta í að byggja upp lítil iðnfyrirtæki á vegum kaupfélagssins til
þjónustu við sveitirnar. Þannig varð til trésmiðja árið 1943, kaupfélagið byggði
húsið undir hana og átti 2/3 hluta í fyrirtækinu en 1/3 hluta forstöðumaðurinn,
Guðjón Þorsteinsson frá Berustöðum.28
Í uppbyggingu þess fyrirtækis endurspegluðust vandamál frumbýlingsins.
Kaufélagið keypti díselvél árið 1943 til ljósa fyrir kaupfélagið og íbúa Hellu,
en vélin þurfti einnig að framleiða orku fyrir vél sem Guðjón fékk Vélsmiðju
Hafnarfjarðar til að smíða fyrir sig, og notuð skyldi til að hefla og rista timbur.
um þetta segir Guðjón; „ það var hvorutveggja jafn lélegt, orkan og áhöldin.
Ég mátti ekki setja vélina í gang á kvöldin þegar búið var að kveikja í húsunum,
því þá dóu ljósin í þeim húsum sem höfðu fengið ljós.“29 Þannig gekk þetta
24 Jón Þorgilsson. „Hella fimmtíu ára“, Sveitarstjórnarmál 1. tbl. 1978, bls. 7.
25 Sveitarfélagið Rangárþing ytra. fundargerðabók Rangárvallahrepps.
26 Sama.
27 Kaupfélagssafn í Sögusetrinu á Hvolsvelli. fundargerðabækur Kaupfélagsins Þórs.
28 Guðjón Þorsteinsson. Goðasteinn, 1. hefti 1969, bls. 81.
29 Sama bls. 81-82.